Íshokkí var fundið upp um miðja 19. öld úr svonefndum Lacrosse leik Indjána. Breskir hermenn breiddu það svo út um Kanada og fleiri lönd og gerðu íþróttina vinsæla þar. Í fyrstu íshokkíleikjunum voru allt að 30 manns í hvoru liði og steinar, frystir í hvorn enda vallarins, hafðir fyrir mörk. Pökkurinn, harðgúmmíplatan sem leikið er með í dag, var fyrst notaður svo vitað sé í Kingston Harbour í Ontario, Kanada, árið 1860. Fyrsta landssambandið, Amateur Hockey Association (AHA), var stofnað í...