Ég á það til að vera klaufi stundum, en á síðastliðnu laugardagskvöldi (8.mars) toppaði ég allt, með klaufaskap sem gæti kostað mig tæpa hálfa milljón. Sagan hljómar þannig: Ég var í strætó á leið 33 frá Firðinum í Hafnarfirði á leið uppi holt klukkan 20:53 og fór út úr strætó klukkan 20:59 í Háholti en gleymdi skólatöskunni í strætónum. Það er nú varla frásögu færandi nema vegna þess að hljóðfærðið mitt MacBook Pro fartölvan var í töskunni auk skólagagna og fleiri græjur. Þegar ég var...