Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Beagle (0 álit)

í Hundar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eru einhverjir hérna á vefnum að rækta Beagle hunda, eða vita um einhverja sem eru að rækta þá.. ef svo er, þá vildi ég gjarnan fá nánari upplýsingar ;o) Kv. BSGF

Tónlistarlífið á Akureyri (1 álit)

í Klassík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Komið þið sæl. Mig langaði bara rétt til að segja ykkur frá verkefni sem Leikhúskórinn hér á Akureyri hefur tekið sér fyrir hendur. Um er að ræða óperettu, sem er fyrir þá sem ekki vita, eins konar millibil milli óperu og leikrits (gæti jafnvel verið fyrirrennari söngleikjanna dettur manni í hug!). Óperettan heitir Káta ekkjan og er eftir Franz Lehár. Hún þykir létt og skemmtileg og einstaklega vel samin. Í aðalhlutverkum eru þau Alda Ingibergsóttir, Steinþór Þráinsson, Aðalsteinn Bergdal og...

Snilld (5 álit)

í Tolkien fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eins og venjulega er ég “húkkt” á nöfnum, en þetta er algjör snilld. <a href="http://www.chriswetherell.com/hobbit/“>Hobbita-nafn</a> mitt er Orangeblossom Sandybanks, voða krúttlegt, en svo er <a href=”http://www.chriswetherell.com/elf/">álfa-nafnið</a> mitt Séreméla Nénharma, rosalega fallegt. Vona að mér hafi tekist að setja inn linkana!! Kv. BSGF

Grænn kjúlli (2 álit)

í Matargerð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mér datt í hug að deila þessari uppskrift með ykkur, þar sem hún er svo dásamlega einföld og góð! 4-6 kjúklingabringur 1 krukka grænt pestó 3-4 stórir tómatar fetaostur Skerið tómatana í báta og setjið í eldfast mót. Berið á þá vel af grænu pestói. Skerið bringurnar í stóra bita og setjið ofan á tómatana og setjið á þetta allt saman meira pestó. Þegar þetta allt er vel makað í pestói, setjið þá slatta af fetaosti yfir, og verið ekkert að hugsa um að taka sem mestu olíuna af ostbitunum,...

Trivial spilið (6 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum
Komið þið sæl. Hefur ekki einhver ykkar spilað LOTR-Trivial spilið? Er maður ekki alveg glataður í þessu spili ef maður hefur ekki lesið bækurnar?

Antík (0 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 1 mánuði
Komið þið sæl. Sitjið þið uppi með antík húsgögn sem þið hafið engan áhuga á að eiga en kunnið samt ekki við að henda? Ef svo er þá er ég mögulega svarið sem þið leitið að. Ég hef mikinn áhuga á fallegum gömlum munum, þá sér í lagi munum sem eru 60 ára og eldri.

Um nöfnin (3 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 1 mánuði
Komið þið sæl. Ég er ný hérna á vefnum, en langaði aðeins til að tjá mig um eitt sem fer agalega í pirrurnar á mér. Nú var Tolkien þessi mikli málsnillingur en komið hefur upp skandall að mínu mati í íslenskri tungu. Nafn Eowyn var íslenskað Jóvin, sem mér finnst mjög fallegt, og tveir íslendingar heita þessu nafni. Það er hins vegar ekki það sem angrar mig, heldur það að það eru 2 karlmenn sem heita þessu nafni, Jóvin, af því er virðist feðgar, en HALLÓ… þetta er kvenmannsnafn, komið úr...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok