Ég held að sléttujárnin sem að maður kaupir á hárgreiðslustofunum séu lang best, reyndar kosta þau dágóðan pening. Ég er einmitt að fara að fá mér sléttujárn frá hárgreiðslustofunni sem ég er á, og það er eitthvað svona keramik dót sem verður brennandi heitt um leið og því er stungið í samband, engin bið né neitt. Annars prófaði ég einu sinni svona gufusléttujárn frá Babyliss, og mér fannst það ekkert spes, það tók endalaust langan tíma að slétta hárið.