Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hamingjan Hennar

í Smásögur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Takk fyrir góðar viðtökur :) Ég hef ekki skrifað mikið né lengi svo ég hef enga æfingu á smásagnagerð. Þetta er reyndar fyrsta sagan sem ég skrifaði. Mér þykir gott að fá gagnrýni, allavega svo lengi sem hún á rétt á sér :) Og þakka þér Abigail fyrir hreinskilið svar.

Re: Fólk.is er rusl.

í Netið fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Má ég benda þér á að það er blogger.com sem er með blogspot síðurnar :D

Re: reykingar..

í Rómantík fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Auðvitað getur þú ekkert sagt henni hvað hún eigi að gera og ekki gera! Þú getur bara ekkert skipað henni að reykja eina sígarettu á mánuði! Ertu ekki alveg í lagi? Ef þú þolir þetta ekki dömpaðu henni þá! Það er ekki rétt af henni að ljúga að þér, það er alveg rétt. En það er heldur ekki þitt að hóta henni og vera leiðinlegur. Þetta er jú hennar líf og hún ræður sjálf hvort hún reyki eður ei. En þú getur ekki bannað henni að reykja, þá ertu kominn langt langt út fyrir það svið að vera...

Re: Fegurðar- og snyrtiráð!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ágætt.. en langaði að kommenta aðeins, ertu á prósentum frá origins og nuskin eða? Og líka annað, meik er ekki óhollt, það ver húðina frá vindum, sól, mengun og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Þá á ég auðvitað við að þú notir meik við þína húðgerð og þrífir það af áður en þú ferð að sofa eins og þú sagðir. Alger helber þvæla að meik loki og stífli svitaholur!!! Og í sambandi við förðun… blýantur innan í er mjög töff t.d í smokie förðun. Ekki hægt að gera hana á þess að hafa blýantinn einmitt...

Re: Hvað er með stráka núna í dag?

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mikið skil ég þig laila mín (hef sterkan grun um að þú sért besta vinkona mín *knús*) Þetta með titilinn skil ég alveg því engin hefur verið eins óheppin og þú með karlmenn (ekki einu sinni ég!!) Þetta er sko ekki sá eini sem hefur farið illa með þig. En fólk, þetta er eitt af því sem ég skil ekki og er efni í heilan x-files þátt: Þessi stelpa er ábyggilega fallegasta stelpan í reykjavík, tæki fegurðarsamkeppnir í nefið! Hún er klár, ógeðslega fyndin og góð og allt en alltaf láta einhverjir...

Re: Ég sleppti bandinu

í Rómantík fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sagðiru honum virkilega upp útaf því sem vinkona þín sagði? Hefði ekki verið nær að tékka á staðreyndum kannski fyrst? Vinkona þín gæti hæglega verið að ljúga að þér!

Re: Uppskriftir fyrir Jólin

í Hátíðir fyrir 22 árum
hvað er þetta maður… maður er nú bara að pæla í þessu… ekkert farin að baka eða neitt… bara að sanka að mér upplýsingum… :)

Re: Um könnun: "Er fátækt á Íslandi?"

í Deiglan fyrir 22 árum
Djöfulsins helvítis rugl er þetta í þér Apache!!!!! Hvað um öryrkjana? Fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegum slysum og sjúkdómum? Eru einir og þurfa kannski að borga meðlög auk leigu og annara útgjalda sem er búið að ræða um hérna fyrir ofan?? Eða Öryrkjar sem sem eru kannski einstæðar mæður í þokkabót með 3 börn? Kaupa föt á börnin, mat á borðið, skólabækur og efnisgjöld, geta kannski ekki leyft börnum sínum að gera nokkurn skapaðan hlut vegna þess að það eru ekki til peningar fyrir því,...

Re: Kötturinn minn!!!

í Kettir fyrir 22 árum
Kötturinn minn getur heldur ekki talist eðlilegur ;) Hann er nú þannig að það skemmtilegasta sem hann veit eru tær, sokkar og pennar. Auk þess sem honum finnst alveg magnað að hanga í ljósakrónunni minni í svefnherberginu. Honum finnast prótíndrykkir góðir og hvæsir af ánægju ef hann finnur lykt af skinku? Hann hefur mikla ánægju af því að rannsaka klósettið og alveg sérstaklega ef einhver er á því. Ekki nóg með það er hann með svo mikla fullkomnunaráráttu að það er bara ekkert fyndið, ef að...

Re: Muse

í Rokk fyrir 22 árum
jiiii… hvað ég vona að þeir fari að fara að spila hérna… verð að sjá þá live…

Re: Muse

í Rokk fyrir 22 árum
Ég er svo fallin fyrir þessari hljómsveit að það hálfa væri, þeir eru svo mikil snilld. Matthew er svo geðveikur tónlistarmaður að ég á ekki orð, röddin, gítarinn og píanóið myndar bara eitthvað sem ég get bara ekki lýst með orðum, ég vona að þeir fari að halda tónleika sem maður kemst á í bráðina.

Re: lífið og veturinn

í Rómantík fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég veit hver þú ert og ég er ekki hissa á því að þú sért kaldur og einmana… Ef allir væru eins og þú væri heimurinn hruninn fyrir löngu…

Re: Vandræði

í Rómantík fyrir 22 árum, 1 mánuði
Jiminn… þú verður bara að tala við hana og segja henni að láta þig bara vera… Þetta er greinilega bara drusla af verstu sort. Bara alveg allra síðustu sko… Þú verður að vera skýr við hana og vera ákveðinn…

Re: Draumar.

í Rómantík fyrir 22 árum, 1 mánuði
Nei elskan mín… Því miður þá dreymir mig ennþá fyrrverandi kærastann minn sem ég var með fyrir 7 árum rúmum… eftir marga stráka og ég er yfir mig ástfangin í dag… þannig… Ég veit ekki alveg hvað þetta er? Ertu ennþá hrifinn af henni?

Re: Stór læri....

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 1 mánuði
já ég skil þetta ekki alveg sko… ég er nú þannig að ég er í þykkara laginu og það er ekkert það auðveldasta í heimi að kaupa föt, því að fólk er ekki ennþá búið að fatta eftir milljón ár í fatabransa að konur eru í fleiri stærðum en 6-12. Þetta er alveg magnað, ekki nóg með það að ég er sko með ágætismaga en ekki læri, því er það þannig að ef að buxurnar passa um bumbuna þá eru þessir bölv. lærapokar flaxandi út um allar trissur. Já og svo er gengið út frá því að allar konur séu um 175cm á...

Re: Vandræðakisinn!

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
já þeir eru alveg magnaðir.. Þvílíkir persónuleikar sem þessar kisur hafa… ;)

Re: eitthvað óvænt

í Rómantík fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Frábært.. eldaðu eitthvað geðveikt og ef þú getur það ekki alveg sjálf (að gera brjálaðan veislumat) biddu einhvern um að hjálpa þér, gerðu allt hreint, skiptu um á rúmunum, settu kertaljós útum allt. Gott vín er líka fínt ef ykkur finnst það gott. Farðu í bað og gerðu þig eins fína og náttúrulega og þú getur (mín reynsla af karlmönnum er sú að þeir fíla ekki stífmálaðar og hárlakkaðar konur) farðu í einhver kynæsandi undirföt og sexý kjól yfir. Keyptu bragðnuddolíu og rifjaðu upp það sem...

Re: Vandræðakisinn!

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Já sko það er svo skrýtið að hann er aldrei neinn heima, aldrei neitt komið fyrir og það er ekkert barn á heimilinu heldur, hann byrjaði bara alveg upp úr þurru?

Re: Vandræðakisinn!

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
sko ég veit ekki hvað þetta er því að maturinn er inní eldhúsi og kassinn inná baði? Og við pössum það sérstaklega vegna þessa að tæma kassann hans… ég er ekki að skilja hvað gengur að honum…

Re: Smá umræða um kisurnar okkar....

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
tíh.. ég á lítinn kisa sem er ca. 12 vikna. Hann heitir bara Elvis en hann fattar það ekkert sjálfur, hann svarar bara nafninu kitapuss! (er í noregi) Hann er svartur og pínu loðinn með smá ógreinilegar dökkgráar rendur í höfðinu og bakinu. Honum finnst alveg mest gaman að leika sér að töppum og einhverju sem skrjáfar í. Svo er hann líka mikið í því að míga um allt þessa dagana (sjá grein ef þið getið hjálpað mér) Hann er líka alveg ofsalega kelinn þegar hann er búinn að leika og mikið, þá...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok