Stóð við gluggann og horfði út, ég var að skoða fólkið sem var að labba framhjá, ótrúlegt hvað það er ólíkt, fólkið sem labbar Laugaveginn dag hvern. Ég var nokkuð vel stemmd þennan dag, var búin að vera dugleg allan morguninn og var bara nokkuð stolt af sjálfri mér. Fyrsti dagurinn sem ég stjórna þessum stað, svo til ein. Ég var að skera niður agúrkur þegar þú labbaðir inn, það vantaði meira í dolluna og það er gott að vera búin að skera niður allt grænmetið þegar næsta vakt kemur og tekur...