Ernirnir frá hinum svokölluðu Forndægrum voru meira en venjulegir fuglar, þeir voru risavaxnar, óhemju gáfaðar verur. Vænghaf Thorondar, sem var þeirra mestur, var hvorki meira né minna en þrjátíu faðmar, sem er 55 metrar eða 180 fet, fyrir þá sem að kjósa það frekar, hann var það mikill “kall” að hann meira að segja talaði við Álfa konungana sem jafningja og þeir við hann. Verur sem þessar birtust fyrst eftir að álfarnir vöknuðu til lífs, er andar, sendir af Eru komu í heiminn og settust að...