Norski vafraframleiðandinn Opera Software tilkynnti í dag að útgáfa Opera-vafrans fyrir QNX stýrikerfið yrði notuð í internettölvunum NetVista frá IBM. Fyrirtækið hannaði QNX-útgáfuna sérstaklega fyrir IBM, en hún verður einnig boðin almenningi á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Opera, hinn íslenskættaði Jon von Tetzchner, sagði í dag IBM hafi beðið um þessa útgáfu fyrir sex mánuðum og síðan þá hefði verið unnið að þróun hennar. QNX er hannað af QNX Software Systems Ltd, og er hentugt...