Afhverju heldur þú það? Það eru nú ekki næstum því allir sem skipta um 2-4 gítara á tónleikum. Sjálfum finnst mér það nú della þegar menn nota fleiri en 3. rafmagnsgítara á tónleikum. Ertu ekki nægilega hæfur til að framkalla fjölbreyttari hljóm úr gítarleik þínum? Ekki er það virkilega bráðnauðsynlegt að nota 6 pikkuppa á einum tónleikum? Ekki finnst mér það. Auðvitað er gaman að safna svona gíturum og eiga fleiri en einn, ég er ekki að segja að það sé málið.