Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Flottasta og ljótasta clan nickið?

í Half-Life fyrir 14 árum, 4 mánuðum
MurK var stofnað 1998.

Re: Jakaból

í Heilsa fyrir 15 árum, 4 mánuðum
ooog hvernig er þetta? Hvað kostar, góð aðstaða o.s.frv?

Re: Hvað er besta fæðubótarefnið?

í Heilsa fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Fólk verður fyrst að huga að matnum sem það setur ofan í sig áður en það fer að kaupa fæðubótaefni. Fæðubótarefni eru engin töfralyf eins og margir virðast halda. Það er ekki nóg að fara í ræktina og vera þar í 30 mín án þess að svitna og fá sér síðan á eftir rándýran próteinshake sem á að byggja upp vöðvana fyrir mann. Sama gildir ef maður borðar óhollan mat og reynir síðan að leiðrétta það með próteinshake eða/og öðrum fæðubótaefnum til að sjá um þetta fyrir mann. Maður verður sjálfur að...

Re: Komandi skjálfti

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hefði, ef, hefði, ef. Apalegt.

Re: Con - Öll sagan

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Áhugaverðar umræður. Þessar reglur sem Butch benti okkur á eru nokk áhugaverðar. 11. Um leikjamót á vegum Símans internet, þar með talin Skjálftamótin gilda viðbótarreglur sem leikmenn skulu kynna sér fyrir hvert mót. Já, viðbótarreglur. Viðbót við þær reglur sem þegar eru í gildi. Baldur “B4ldur”

Re: Duel Skandall á Skjálfta!!! :/

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Enda er mun fágætara að sjá spilara sem að eru með góða tímasetningu heldur en hittna spilara. Enda er ástæðan sú að mun erfiðara er að æfa tímasetningu og vera góður í henni heldur en combat. Ég las í einhverjum reglum frá skjálfta að öll utanaðkomandi aðstoð væri bönnuð(hafa gaur fyrir aftan sig til að tímasetja). Einnig þykir mér þessi fyrirsögn eiga vel við. Sérlega þar sem að con-maðurinn er búinn að sigra í 1on1 nokkuð oft en náð að halda þessu leyndu allan tíman.

Re: Duel Skandall á Skjálfta!!! :/

í Quake og Doom fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hvernig komst upp um “con's little helper”?

Re: Skammist ykkar!

í Quake og Doom fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já, mikið rétt ljúflingur. Áður en ég byrja þá vil ég segja að þetta er all góð grein sem að sem flestir spilarar ættu ugglaust að lesa. Ég hætti spilun að sökum þess að aðrir spilarar hreyttu í mig fúkyrðum og rógburði. Þar sem að ég er all viðkvæm sál tók ég þetta of nærri mér en þó veit ég að þetta er einungis leikur. Setningar eins og “HELVUUUITIS CAMPH'ORAA ASNUI” og “KIRRSTOUDU REILARI OMFG FOKING PILLUF'IFL NOOB”. Síðan er þessi í geipilegu uppáhaldi hjá mér “OMGGG DJ0FULS...

Re: Huga svindlarar

í Netið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já, það er aldeilis satt. Ég ber t.d. mun meiri virðingu fyrir þeim sem að eru með mörg stig heldur en þessum amlóðum sem að eru undir 800 stigum. Enda lít ég upp til þeirra sem að eru með yfir 1500 stig og veit að ég get lært mikið af þeim. Enda snýst þetta allt um virðingu.

Re: MurK Skrýtluvirkni 2002

í Quake og Doom fyrir 22 árum
Já flugan, þú veist hvað þú syngur. Meðan MurK hefur haldið almúganum í skefjum með hótunum, glæpum, ofsóknum og ærið viðurstyggilegri framkomu hefur einn aðili staðið upp og sagt stop. Það er hann reaper/blaze. Ef að fleiri myndu hafa sama eldmóð og fídómskraft sem hann býr yfir þá væri hægt að ná völdum aftur. Losa um takið sem að stálkló MurKs hefur náð. Vinna bug á þessum hrottum sem aldrei hafa gert neitt gott fyrir aðra. Almúginn gæti loksins gengið um óhræddur og frjáls á ný.

Re: MurK Skrýtluvirkni 2002

í Quake og Doom fyrir 22 árum
Hahah, Skondið nokk.

Re: Nýtt stigakerfi á Skjálfta?

í Quake og Doom fyrir 22 árum
Ekki svo glettilega galin þessi uppástunga ljúflingur. Væri máski ráð að taka fröggin inn í þetta. Þar að segja fröggin sem að liðið nær á móti þeim sem að andstæðingurinn nær. Er það ekki einnig mælikvarði á styrk liða og einstaklinga?? Minni sem að kennt er við gullfiska virðist hrjá einn aðila sem hefur látið sín orð falla hér. Á s3 2002 sem að fór fram í ágúst var aðeins einn meðlimur gabblers í “A-liði” Murks. Glitch, Zero og Arni voru fjarri góðu gamni og öðlingurinn hann Butch var sá...

Re: kynþáttafordómar lögfræðings

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ljúflingurinn Peace4all er eigi hlægilegur væni minn, það eruð þið hin reyndar.

Re: N´SYNC í Episode 2???????????????????

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Strákarnir í N'sync hafa sýnt það enn og aftur að þeir kunna eitthvað fyrir sér í þessum óbrigðula tónlistarbransa, enda eru vinsældir þeirra miklar og lög þeirra ekki amaleg, nokk grípandi reyndar ef að ég má tala fyrir minn munn. Ég klóra mér í hausnum þegar ég heyri fólk hallmæla þeim og hreyta í þá hrottalegum fúkyrðum. Ég tel þetta vera þessari ræmu til sóma. Væri það þó mun skemmtlegra ef að þeir fengju nú örlítið stærri hlutverk mér sjálfum og öðrum hörðum aðdáendum Stjörnustríðs til...

Re: Magistr vírus.

í Netið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef að þér keyrið Win95/98 þá ættuð þér að keyra upp veiruvarnar forrit í DOS, Þar að segja endurræsa vélina í dos og keyra það þaðan. En ef þú ert með win2k skulið þér ræsa vél þína væni, keyrðu upp veiruvarnar forritið þitt um leið og vélin er komin upp. Síðan ferð þú í taskmanager og skýtur explorer niður, keyrir veiruvarnar forritið og losar þig við Magistr. Endurræsir ljúfurinn.

Re: Urban Terror upplýsingar

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ku þetta vera í ætt við þann ófögnuð sem við hasar er kenndur?

Re: Ég á BW!

í Black and white fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Molyneux var allt bakvið bullfrog

Re: Gallar!!!!! í Black & White

í Black and white fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það ku vera TÖLVAN! Eigi talvan. Fuss.

Re: Rocket Arena server (og skrár á Huga)

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er nú nokk ótrúlegt að hlusta á ykkur kumpána ræða um mál þetta. “já RA alla leið CA niður” Þrátt fyrir umræðu þessa þá spilar varla sála RA en allir spila CA af offorsi og gefa ekkert eftir. Orð eru bara orð. Þannig er það hér á bæ ljúflingarnig mínir. Enda eru þetta bara orð.

Re: Smá check

í MMORPG fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Vill nokk skemmtilega til að það er einmitt annar þráður hér sem hið sama er til tals :) Væri ekki all galið að gefa honum gaum í stað þess að vekja upp óþarfa þráð. Bara smá ábending :)

Re: Hver ert þú?

í MMORPG fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég ku vera svartálfur einn er undir nafninu Tzit gengur, ku það vera fljóð eitt föngulegt. Sjónhverfinga- og brellumeistari mikill er hún. Kemur það sér all vel ef að forynjur eða/og skrímsl koma aðvífandi að manni úr launsátri, mörg þeirra eru nefnilega síslungin og römm afli. Sjaldan er þá margt skemmtilegra en að koma koma þeim í opna skjöldu með kyngimögnuðum göldrum og sjónarspili. Eigi er ég langt á veg kominn í spili þessu en ætla mér hluti mikla. Spila ég einungis á Bristlebane...

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Eru Íslendingar svoldið eftirá?

í Quake og Doom fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Piltar mínir, lögðuð þið eigi eyra við orð kauða(Czar)? Könnun þessi hefir kunngjört að þið eruð spila rangan leik, þar að segja ef að þið leggið ástund við q3 þá eigið þið að skipta. Eigi skulið þér láta skjálfta leika sér með ykkur líkt og einhverjar afvegaleiddar strengjabrúður, þeir reiða sig á ræfils- og amlóðahátt ykkar. Eigi ku það lofa góðu. Setjið hnefann í borðið, rísið upp gegn yfirvaldinu og hættið að láta q3 kúga ykkur.

Re: Re: System of A Down

í Metall fyrir 23 árum, 9 mánuðum
m4gn4dur fjandi

Re: Re: Ég hélt..

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ef að þér lesið ljóðið mir þá veistu afhverju hún skrifar : “Ég hélt að þú værir sá eini” Gott ljóð væna mín, vona að þú náir að fylla þetta tómarúm.

Re: Re: Þín eign

í Ljóð fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Já all rétt góða mín. Ferskeytlur koma best út á þann máta, þar að segja með stuttum og laggóðum línum. Maður þarf að hripa meira niður til að venjast og aðlagast. Þakka þér fyrir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok