Jæja, nú er maður nýbúinn að horfa á keynote-ið hjá honum Steve Jobs og bara váá hvað það var gaman að horfa á það. bara smá yfirlit yfir það sem var kynt, það helsta :D Það var kyntur nýr vafri frá apple sem heitir Safari, sem er hraðskriðasti vafri í heimi mun hraðvirkari en Omni Web, Chimera og Netscape OG gjörsamlega OWNAR Explorerinn í tætlur sem var sýnt og sannað á testum sem voru sýnt þarna. Hann fór á nokkrar netsíður og VÁÁ hvað allt kom hratt upp þegar síðan opnaðist. Ekkert vesen...