Ég þori ekki að fullyrða það en meiðsli við æfingar utan hrings eru nánast óþekktar. Alvarlegasta dæmið sem ég þekki hér á landi er beinhimnubólga í sköflungi eftir mikið sipp en hún hjaðnar niður og þarf enga sérstaka meðferð frekar en venjulegt kvef. Boxæfingar byggjast á sippi, hlaupi, armbeygjum, magaæfingum og að kýla í púða og út í loftið. Ekkert af þessu veldur skemmdum í liðamótum eða öðrum alvarlegum eða langvarandi áverkum. Og það að tala um “my life attitude”, sjálfsmorð og...