Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Axis
Axis Notandi frá fornöld 56 stig
Áhugamál: Hundar, Kettir, Box, Mótorhjól

Re: Læknisskoðun

í Box fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Leiðinlegt að heyra… En já þú verður að fá læknisvottorð fyrst áður en þú færð keppnisbók. Án keppnisbókar getur þú ekki keppt skráðan bardaga. Hnefaleikaárið er frá 1. sept til 31. ágúst og falla því allar bækur úr gildi 31. ágúst á hverju ári. Hver og einn hnefaleikamaður /-kona þarf því að fara í læknisskoðun og endurskrá bókina sína á hverju ári. Vona að þetta lagist hjá þér…

Re: Fréttatilkynning af Íslandsmeistaramótinu

í Box fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þeir eru byrjaðir að auglýsa þetta þó það fari nú ekki mikið fyrir því. Allar upplýsingar um mótið, dagskrána og niðurröðun í bardaga eftir úrdrátt má finna á www.hnefaleikar.is .

Re: Fréttatilkynning af Íslandsmeistaramótinu

í Box fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Keppnisnefnd ÍSÍ hefur ákveðið að haga miðasölunni þannig að selt verður inn á undankeppnina á fimmtudag og föstudag en miðinn mun ganga inn á mótið alla þrjá dagana. Verðið verður það sama og áður: Fullorðnir 1.500 Börn undir 12 ára 500 Hópar/fyrirtæki, 20 miðar eða fleiri 1.000 .

Re: Hnefaleikamaður ársins

í Box fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hnefaleikamaður ársins: Alexei Páll Siggeirsson Hnefaleikakona ársins: Áslaug Rós Guðmundsdóttir Bæði koma frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.

Re: Keppnin 26. nóvember

í Box fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Jú það eru ekki margir bardagar en í staðin ódýrara. Það er þó skemmtilegra að hafa litla keppni frekar en enga keppni fyrst það nást ekki fleiri bardagar. …og það er 2 frá Keflavík að keppa. Spurning um að mæta bara og hafa gaman af því litla sem er að gerast!

Re: pirrandi

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hefuru sagt þjálfurunum (Fabio eða einhverjum) að þú viljir keppa?? Það er allt öðruvísi farið með þá sem ætla að keppa og þá sem eru í boxinu sér til skemmtunar. Sumir vilja ekki fast sparr og er yfirleitt hugsað um það þegar verið er að sparra. En ef þú vilt leggja í það er ekkert mál að fá að sparra við þá sem eru til í hart sparr og búnir að keppa nokkrum sinnum (Gunnar Óli, Alexei eða aðrir). Annað sem þú verður að átta þig á að þó þú sért til í að fara í hringinn og fá föst högg á þig...

Re: Improvising

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já, við höfum verið að benda honum á þetta og núna á að fara að stokka þessu eitthvað upp og koma með nýtt. Það á að breyta þjálfuninni og jafnvel hafa 2 þjálfara í hverjum tíma - annar sér um tækni og hinn um púlið. Svo er stefnt á að það verði alltaf einhverjir inn í hringnum að sparra… Vonandi að þetta heppnist vel :)

Re: Improvising

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Og annað með þessi þjálfaramál. Ég hef verið hjá öllum þjálfurunum, Oscari í hálft ár, Fabio í eitt ár, hjá Gauja af og til og núna upp á síðkastið aðeins hjá Rússanum og hjá einum í Keflavík sem kallar sig Popay. Hver og einn hefur sinn stíl (enginn eins) og er ekki hægt að segja að einn sé betri en hinn. Hins vegar eru þeir misstrangir og fer það eftir hverjum og einum hvernig þjálfari hentar þeim. Hins vegar hlakkar mig mikið til þess að sjá strákana frá Keflavík keppa næst því Popay...

Re: búðir

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ef þú ert að hugsa um hanska, vafninga eða góma er HR að selja slíkt á góðu verði. Veit hins vegar ekki hvar maður fær púða, dropa og þess háttar.

Re: Improvising

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ef þú ætlar að keppa er engin spurning að þú eigir að fara í HR. Það félag heldur allar keppnirnar og flest allir í HR sem vilja fá að keppa. Einnig eru bæði Fabio og Rússinn í HR ásamt því að félagið fær af og til gestaþjálfara og keppendur frá Norðurlöndunum í heimsókn (1-2 á vetri). Ég veit ekki hvernig þetta er hjá Oscari núna en ég hef heyrt að það sé eitthvað að flosna upp hjá honum - strákarnir sem voru að keppa (Arnar, Roland, Stebbi og Ingó) eru fluttir til Danmerkur eða hættir að...

Re: hallo islensku boxarar!

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ef þú kemur til landsins eftir rúman mánuð Nastyboy eins og þú nefnir hér að ofan hafðu þá endilega samband við okkur í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Það væri gaman að fá þig á æfingar og sparra við okkar menn. Þú getur kíkt á heimasíðu okkar www.hnefaleikar.is og sent okkur e-mail á box@hnefaleikar.is Kv. Stjórn HR

Re: Loksins!

í Box fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hér eru svör við nokkrum af spurningum þínum Leper: Fyrstu dagarnir (vikurnar) fara í grunnæfingar, öll höggin kennd og þolæfingar. Það er svo undir þjálfaranum komið hvenær hann telur þig tilbúinn fyrir sparr - ef þú hefur virkilega áhuga á því er bara málið að tala við Fabio og hann lætur jafnvel einvherja af lengra komnu kenna þér eitthvað í hringnum. Hvað keppni varðar eru reglur í ÍSÍ um að þú verðir að hafa æft í skráðu félagi í 6 mánuði og þarf uppáskrift frá formanni félagsins (hjá...

Re: sekkur

í Box fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það eru nokkrar myndir komnar inn á myndasíðu HR - undir “myndir” á www.hnefaleikar.is Kv. Axis

Re: Hvað er að fokking gerast ......

í Box fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er hellingur að gerast en af einhverjum ástæðum talar aldrei neinn um það hér… Það er lið frá HR og Keflavík nýbúið að fara til Svíþjóðar í keppnisferð sem gekk mjög vel og núna í febrúar verður önnur ferð til Danmerkur. Í mars verður mjög stórt kvöld hér á Íslandi þar sem við fáum Breta í heimsókn. Ég er búin að skrifa grein um það hér sem bíður þess að vera samþykkt af stjórnendunum. Vonum að hún komi inn sem fyrst… Kv. Axis

Re: Langar að æfa box

í Box fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er hnefaleikafélag á Selfossi, Hnefaleikafélag Suðurlands, en ég veit ekki nákvæmlega hvar það er… Heimasíðan þeirra er www.hfs.is - getur kíkt á það… Kv. Axis

Re: Stór boxkeppni í Faxafeni

í Box fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei nei, það verður nóg af sætum fyrir alla… Vil svo benda á að skrá yfir bardagana er á heimasíðu HR [ www.hnefaleikar.is ] … Kv. Axis

Re: mót í faxafeni...

í Box fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nei, þetta er bara listinn. Kvennabardagarnir verða líklega fyrstir og svo koma strákarnir eftir þyngdum (að öllum líkindum). Kv. Axis

Re: mót í faxafeni...

í Box fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það eru komnar upplýsingar um keppnina inn á vef Hnefaleikafélags Reykjavíkur [ www.hnefaleikar.is ] og er listi yfir bardagana…

Re: Opið hús - Hnefaleikafélag Reykjavíkur

í Box fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það ætti alveg að vera hægt að leyfa þér að prófa, svo framarlega sem þú ferð eftir öllum þeim reglum sem þér eru settar :) Mættu bara á svæðið og talaðu við okkur - við sjáum hvað við getum gert… Kv. Axis

Re: Opið hús - Hnefaleikafélag Reykjavíkur

í Box fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Já það verður eitthvað til að narta í og líklegast eitthvað til að drekka líka ;) Einnig verður sýnt frá mótum frá síðastliðnum vetri svo engum ætti að leiðast að kíkja við - margt að græða… :) Kv. Axis

Re: BOX Í Grindarvík

í Box fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þú getur kíkt á heimasíðu Hnefaleikafélags Reykjavíkur: www.boxid.tk Þar eru úrslitin og slatti af myndum frá keppninni… :)

Re: Mótið í faxafeni

í Box fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Getur kíkt á heimasíðu Hnefaleikafélags Reykjavíkur; www.boxid.tk Þar er sagt frá úrslitunum í stuttu máli :)

Re: Úrslit úr keppninni 20 mars?

í Box fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já þetta var frábært kvöld. Góð stemning og mikið af flottum og góðum bardögum…

Re: Re-match (Tommi vs. Lalli)

í Box fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já, það verður mjög gaman að sjá þennan bardaga - ekki oft sem re-match eru milli tveggja efnilegra íslendinga og líklega eru þeir búnir að æfa stíft fyrir hann :) Ég held þetta geti farið á báða vegu. Tommi á að vera tæknilegri og gæti hann haft Lalla á því en Lalli er skuggalega sterkur og með ótrúlega gott úthald. Ef Tommi frýs ekki eins og síðast gæti hann orðið yfir á stigum en svo er aldrei að vita nema Lalli komi með eitthvað nýtt eða taki hann á styrknum… Hvernig sem fer verður þetta...

Re: Fyrsta keppni ársins: Úrslit

í Box fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Svo eru líka komnar nokkrar myndir inn á www.boxid.tk :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok