Ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér sambandi við verðlagningu á íhlutum hér á landi. Nú er ég búinn að fylgjast mikið með verðum á öllum fjandanum (örgjörvum, skjákortum, minni, móðurborðum o.s.frv) bæði hérna og úti og það sem fer mest í taugarnar á mér er hversu ógeðslega mikið er okrað á örgjörvum og skjákortum (reyndar fleiru en ég tek þetta sem dæmi hérna). Tökum sem dæmi Creative Labs Annihilator 2 (GeForce 2 GTS). Creative gaf hann út í Bandaríkjunum á 250$ (c.a 21.000 ísl) en hérna...