Sælt veri fólkið. Nú hefur áhugi á þessum hluta Huga aldrei verið mikill en samt sem áður hefur hann dvínað allsvakalega upp á síðkastið. Ég var því að pæla í að gera einhverjar breytingar og reyna að gera þetta svolítið áhugavert og skemmtilegt. Mér finnst hins vegar að hlutverk stjórnanda á spjallborðum eiga aðallega að vera að sjá til þess að hlutir gangi upp og allt sé í lagi, þess vegna langar mig að fá ykkur, notendurna til þess að koma með hugmyndir. Hvað finnst ykkur vanta og hvað...