Rithöfundurinn Douglas Adams lést nú í gær/fyrradag, 49 ára að aldri, í Bandaríkjunum af völdum hjartaáfalls. Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá var hann frábær rithöfundur, og eftir hann liggja ‘The Hitchhikers Guide to the Galaxy’ serían, auk bóka um einkaspæjarann Dirk Gently og fleiri minna þekktar sögur. Fyrir mér er þetta mikill harmleikur enda maðurinn algjör snillingur, hann fann alltaf réttu orðin. Án hans hefðu aðrir snillingar eins og Terry Pratchett, Tom Holt, Robert Rankin og...