Fyrst að það er merkisdagur í dag ætla ég að vera kannski grófur með því að senda inn grein um aðalvefinn minn. Ég vasast í mörgum vefjum, bæði fyrir vinnuna og sjálfan mig, lénin sem ég er með puttana í eru fjöldamörg og misvirk eins og gengur og gerist. Aðalvefurinn minn hins vegar, á árs afmæli í dag, og því ætla ég aðeins að segja frá afmælisbarninu. Þetta má líka lesa sem smávegis pælingar um hvernig vefir eiga að vera uppbyggðir, og hvaða fítusa mætti reyna, svona í framhaldi af ýmsum...