Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Samsaga úr harmtímanum (4 álit)

í Ljóð fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Í landi þar sem litirnir höfðu sitt eigið tungumál bjuggu Svart og Hvítt. Í landi þar sem litirnir höfðu sitt eigið tungumál reistu þau kastala úr æsku "Hreysið ykkar engan veitir yl, vantar alla liti' og hlýju; reisið upp að nýju, það hrynur við hinn minnsta byl", sögðu litirnir í skærbleiku blokkunum sínum. Þau spyrntu við og kváðu sáran þessi svarthvítu hjón handan regnbogans. Litirnir áttu alltaf lokaorðið því þeir höfðu meiri elegans.

Enter the Void (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 1 mánuði
Í gærkvöldi ákváðum við að tjékka á myndinni Enter the Void, vitandi að hún hafi fengið þó nokkur verðlaun og átti víst að vera góð. Það er skemmst frá því að segja að þessi mynd er mesta drasl og sori sem að ég hef séð. Hún gaf mér hausverk mest allan tímann, hún virtist vera algjörlega stefnulaus á köflum og drepleiðinleg í þokkabót. Ég hef aldrei beðið þess með jafn mikilli eftirvæntingu að einhver mynd yrði búin. Ég kom þó mjög ánægður út úr salnum því í lokin fannst mér drepfyndið hvað...

Óska eftir eftirfarandi bókum: (4 álit)

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Chemistry: The Central Science Inquiry into life (líffræðibók) Verðhugmyndir óskast, hafið samband í gegnum einkaskilaboð.

Iceland Airwaves (3 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Sæl veriði! Þannig standa málin að mig langar gífurlega á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina og er að velta því fyrir mér hvort það sé aldurstakmark á tónleikana, ef svo er hversu hátt, og væri erfitt fyrir 17 ára einstakling að komast inn (ef aldurstakmark er til staðar)?

Vafamál. (8 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Ætli þetta sé troll eða bara mjög trúrækinn einstaklingur? http://kvak.blog.is/blog/kvak/

Nýtt lag með Justin Bieber! (14 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Þið heyrðuð rétt, töffarinn og sykurpúðinn Justin Bieber hefur sent frá sér stórsmell sumarsins sem ber nafnið Never Say Never. Þar fær hann til liðs við sig negrahnokkann Jaden Smith og fara þeir félagar svo sannarlega á flug! Þetta lag hressir, bætir og kætir og enginn ætti að láta það fram hjá sér fara. Gangi ástarhnoðranum okkar allt í haginn! http://www.youtube.com/watch?v=_Z5-P9v3F8w

iTunes vandamál. (3 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Halló. Lenti í því um daginn að harði diskurinn hjá mér crashaði, fékk nýjan og náðist að bjarga flestum gögnunum, allt í lagi með það. Ég þurfti hinsvegar að setja öll lögin mín og það drasl aftur inn í iTunes af iPodinum og gerði það með hjálp Touch Copy forritsins. Vandamálið er að lögin komu öll inn í öfugri röð, en laganúmerin eru samt sem áður rétt. Þ.e. seinustu lögin af ákveðnum disk eru fyrir ofan þau sem eru fyrir. Í augnablikinu er fátt sem pirrar mig meira en þessi vandi og það...

Femínistafélag Íslands (12 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 6 mánuðum
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/21/fagna_kynjagreiningu/ Er ég sá eini sem finnst fyndið að Ólafur Arason sé ráðskona Femínistafélags Íslands?

Konungur sorpsins! (9 álit)

í Sorp fyrir 14 árum, 7 mánuðum
http://www.youtube.com/watch?v=ffDPTKn7HiY Þessi maður…

itunes vandamál. (4 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Þannig er mál með vexti að harði diskurinn í tölvunni minni feilaði um daginn, sem betur fer var ábyrgðin ennþá í gildi á tölvunni svo ég fékk nýjan endurgjaldslaust. Það náðist að bjarga meirihlutanum af gögnunum en ýmis forrit þurfti ég að setja upp aftur, þar á meðal itunes. Nú sé ég að ég get ekki sett tónlistina af ipodnum mínum inná itunes og ég get ekki sett neitt inná hann, því ‘'This library can not be synced with another library’' eða eitthvað í þá áttina og síðan fæ ég möguleikann...

Clockwork Orange búningur. (11 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Góðan og blessaðan daginn! Ég er að leita mér að búning eins og þeir félagar klæðast í kvikmyndinni A Clockwork Orange. Vantar helst svona hvítar buxur í þetta sem mega ekki kosta of mikið. Ballið er á morgun þannig að svar óskast eigi síður en í dag! (Einnig væri gott ef einhver gæti bent mér á samskonar pungsamfesting eins og meðfylgjandi mynd sýnir) http://2.bp.blogspot.com/_MTxmQmQ6nNM/SOzT52DgINI/AAAAAAAAA7c/uH2Vyx86knQ/s400/clockwork_orange_costume.jpg

Lagaleit! (1 álit)

í Músík almennt fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Heyrði lag á Xinu um daginn með sem ég held að sé með Primus, finn það ekki.. í byrjuninni er gaur að tala ‘'We wanna be free! To do what we want to do!’' og eitthvað í þá áttina, hann kemur síðan aftur í endann.

Klassískur gítar til sölu! (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Er með klassískan gítar af gerðinni Alhambra, módel 6C sem ég er að spá í að losa mig við. Hljómar mjög vel, syngur ágætlega efst á hálsinum, nokkrar rispur þó á búknum. Mæli sterklega með honum frá grunnstigi klassísks náms til miðstigs. Hefur verið mér traustur hingað til! Verðhugmynd: Í kringum 40 þús. Bætt við 8. febrúar 2010 - 19:46 Já, ef þið hafið áhuga sendiði mér þá pm inná huga eða skilaboð á arnidavid@hotmail.com :)

Heinrich Schliemann (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Heinrich Schliemann Þýski fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemann hafði ungur að árum mikinn eldmóð fyrir grískri menningu og fylgdi henni eftir með stórkostlegum fundum, sem óneitanlega eru einir þeir merkustu í fornleifasögunni. Ég mun fjalla sér í lagi um fund hans á Tróju og greina frá því sem helst dreif á hans daga. Heinrich Schliemann var fæddur árið 1822 í Þýskalandi, sonur fátæks prests. Jólin 1829, þegar hann var 7 ára, fékk hann myndskreytta mannkynssögu í jólagjöf frá föður...

The Smiths (3 álit)

í Músík almennt fyrir 15 árum
http://www.youtube.com/watch?v=F3hSDODDNs4 Vildi deila þessari snilld með ykkur.

Óska eftir Alhambra 7P gítar. (7 álit)

í Klassík fyrir 15 árum, 1 mánuði
Óska eftir klassískum gítar frá Alhambra af gerðinni 7P. Ef einhver á slíkan grip má hann endilega láta mig vita.

Óska eftir Alhambra 7P. (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 1 mánuði
Óska eftir klassískum gítar frá Alhambra af gerðinni 7P. Ef einhver á slíkan grip má hann endilega láta mig vita.

Óska eftir Alhambra 7p (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 1 mánuði
Óska eftir klassískum Alhambra gítar af gerðinni 7P. Ef þið eigið slíkan grip þá getiði sent mér skilaboð.

ÓE: Alhambra 7p gítar. (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ef að einhver á klassískan Alhambra gítar af gerðinni 7p sem er til í að selja mér hann má hann endilega senda mér skilaboð með einhverja verðhugmynd.

Frazier Campbell (15 álit)

í Manager leikir fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Myndin útskýrir sig sjálf.

Les Paul látinn :( (23 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
RIP

Burns gítarar. (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Hvernig er það?.. sérhæfa þeir sig í ljótum gíturum? http://www.burnsguitars.com/ Bætt við 13. ágúst 2009 - 14:55 Nei heyrðu.. ignorið þetta. Þetta eru ljótir gítarar http://www.astonguitars.co.uk/

Vínyl spurning. (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Henti þessu á annað áhugamál, en þetta er miklu virkara þannig að ég kem með þetta hingað líka. Á þrjár vínylplötur með hljómsveitinni Trúbrot (Trúbrot, …Lifun og Mandala). Það væri frábært ef einhver sem hefði eitthvað vit á þessu gæti frætt mig um verðmæti þessarra platna. Ath. er ekki að leitast eftir því að selja þessar plötur þannig að vinsamlegast ekki henda í mig tilboðum.

Vínyl spurning. (9 álit)

í Gullöldin fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Á samnefnda plötu Trúbrots (keypt 1969) og var að velta því fyrir mér hvort hún sé einhvers virði? Bætt við 8. júlí 2009 - 19:39 Ætti kannski að bæta því við að ég á reyndar allar plötur þeirra nema plötuna Undir áhrifum og það væri frábært ef einhver gæti frætt mig um verðmæti þessarra platna.

Óska eftir keytar! (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Óska eftir rauðum keytar.. þarf ekki að virka fullkomnlega, helst bara líta ágætlega út. Pm-ið mig ef þið eigið svona kvikindi. Bætt við 1. júlí 2009 - 22:52 Skemmir ekki fyrir ef hann er af gerðinni Yamaha :) Samt ekkert must að hann sé það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok