Þú ert regnboginn sem ber mér fyrir sjónir, Þegar rignir og rokið feykir mér af slóð minni, Þú ert sólin sem gægist hughreystandi, Þegar frostið nístir og snjórinn þyngir spor mín, Þú ert svöl golan sem kælir mig á sumrin, Þegar hitinn er mér um megn, Þú ert mjúk og hlý sumarnóttin, sem vefur um mig höndum sínum- höndum þínum