Fer eftri ýmsu, hvort að viðurinn sem er notaður sé rakur eða þurr, það þarf alltaf að saga stóran planka niður í svokallaða “stafi”. Síðan eru þeir settir í hillu og látnir þorna í 2-4 vikur. Síðan er vandamál með hardwarið á trommurnar. Við þurfum að panta frá útlöndum og seinast þegar við gerðum það var það bæði ógeðslega dýrt og tók 2 mánuði að fá það!! En ef allt hardware er til staðar, ætti það ekki að taka fleiri en 6 vikur að klára eitt sett. Megnið af þessum tíma er að viðurinn er að þorna.