Ég er með MacBook svarta (2.16 ghz, eldri týpan) og ég hef ekki fundið neina galla við tölvuna sjálfa, reyndar var harði diskurinn ónýtur í henni þegar ég fékk hana þannig hann hrundi hjá mér einn daginn þegar ég var í Football manager, en talvan sjálf og stýrikerfið finnst mér vera alveg tær snilld. Auðvitað nokkrir smávægilegir gallar, það er nú ekkert gallalaust, en ég er með bæði Windows og Mac inná tölvunni (VMWare Fusion) og ég get orðið bilaður við það að þurfa nota Windows í 1 min,...