Hvað varð um þá óskrifuðu reglu að á internetinu á ekki að setja útá stafsetningarkunnáttu þáttakenda? Mér varð á í fyrndinni að gera þetta á póstlista og var baulaður í kaf og hefði sennilega verið laminn hefði ég verið í sama landshluta og aðrir póstlistaáskrifendur. Internetið lifir á því að vera staður þar sem _allir_ geta tjá skoðun sína, hvort sem þeir tala viðkomandi tungumál eða ekki, hvort sem þeir eru kallar eða konur, svartir eða hvítir og hvort sem þeir kunna stafsetningu eða...