Þessir Gibson magnarar frá ’65 eða þar um bil eru flestir talsvert kraftminni en sambærilegir frá Fender. Það gerir bæði hönnunin (minna gain í formagnaranum) og þeir notuðu líka minni spenna heldur en Fender. Eldri magnararnir virðast hafa verið öflugri, ég á t.d. GA40 með tweedáklæði sem er miklu háværari en Falcon sem ég hef átt og Minuteman, sem ég á enn og er til sölu ef rétt verð býðst. Samt nota allir þessir magnarar sambærilega útgangslampa. Það er auðvitað hægt að “modda” allt til...