Ég verð að viðurkenna að ég er en ruglaðari núna en áður en ég setti þetta inn ;) Það eina sem ég er að spá í að ég þoli ekki Windows og mörg af þessum forritum sem eru neidd upp á mann þar. Mig langar til að fá annað stýri kerfi og það sem ég hef verið að skoða á netinu lýst mér best á Linux svona í fljótu bragði. Vantar bara einfaldan byrjanda pakka, þekki ekki muninn á desktop og distró þannig að endilega ef að þið getið útskýrt þetta fyrir mér á amatör máli en ekki tæknimáli þá væri það æðislegt.