Þessi umræða þykir mér hafa einskorðast við vínyl sem analogue miðilinn meðan þið gleymið alveg teipunum, þeim sem voru alltaf notuð í stúdíóunum við það að taka upp, mixa og mastera. Það neita því afar fáir, sem hafa eitthvað vit á, að góð hliðræn (analogue) upptaka hljómar mikið betur en 16 bita, 44,1 kílóriða stafræn upptaka (16/44,1 er CD-staðallinn). Góð analogue upptaka hefur það einfaldlega fram yfir sömu upptöku í geisladiskagæðu að vera mikið nákvæmari og mun meira „revealing“.