Mannréttindi og mannréttindabrot eru mikið í umræðunni þessa dagana. En hvað eiga menn við? Ýmsir hlutir hafa verið uppnefndir mannréttindi í gegnum dagana, en mig langar til að athuga hvað eru raunveruleg mannréttindi, og hver ákveður hver þau eru. Ég ætla að leyfa mér að verða svolítið harðorður hér á eftir. Það skal tekið fram að höfundur ber litla virðingu fyrir nokkrum máttarvöldum, hvorki þjóðlegum, alþjóðlegum, né guðlegum. Höfundur biður lesendur að sýna þolinmæði því það sem fer hér...