Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Oj bara...

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Ég er forvitinn um hvað Ecola-veira er….” Ég líka. Líklega á viðkomandi við bakteríuna Escherichia coli (eða e. coli), sem þrífst í meltingarfærum spendýra og finnst oft í nautakjöti.

Re: Kredit/debitkort...þetta er kolrangt..

í Fjármál og viðskipti fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta er alveg rétt hjá þér. Kredit þýðir inneign og debet þýðir skuld. En þú ert að horfa á þetta frá öfugum enda. Þegar bankinn lánar þér út á krít (kredit) þá á hann inni hjá þér útlán. Það er semsagt inneign þeirra hjá þér, útlánið til þín. Mætti því alveg kalla kreditkort útlánskort. Þegar þú tekur út af debetkorti þá ertu að endurheimta innlán. Sem sagt, bankinn skuldar þér peninga og þú ert að fá þá til baka. Það mætti semsagt kalla debetkortið innlánskort. Þannig að þessi orð eru...

Re: Náttúruvísindamaðurinn í varnarstöðu

í Dulspeki fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eins og Douglas Harding segir, þá eru til tvenns konar menn, þeir sem eru með haus og þeir sem eru með bleikan móðublett þar sem ætti að vera haus. Það er aðeins til eitt eintak af hinu síðara og það eintak eltir mig hvert sem ég fer.

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Nú spyr ég, á hverju byggirðu það álit að halda að það sé hagstæðara/fljótlegra að skjóta upp mörgum smærri eldflaugum og smíða draslið í geimnum?…” Fljótlegra væri það líklega ekki. Fljótlegasta fróun stjórnmálamanna er að dúndra mönnum beint til tunglsins með pompi og prakt og senda þá aftur heim sem hetjur. En það er augljóslega ekki hagstætt. Í fyrsta lagi er gífurlega dýrt að senda nokkurn hlut út í geiminn. Það kostar í dag mörg hundruð þúsund krónur á hvert kílógramm og öllu meira...

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Hummm Ef NASA er ekki fyrirtæki hvað er það þá ???” NASA, eða The National Aeronautics and Space Administration, er ríkisstofnun á sama hátt og t.d. Landbúnaðarráðuneytið og Hafrannsóknastofnun. Starfsemi slíkra stofnana er kveðið á um í lögum. NASA tekur við fjármagni frá alríkisstjórninni og eyðir því í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum geimrannsókna.

Re: Bæ bæ tölvupóstur

í Netið fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Næsta kynslóð Windows á víst að koma með samskiptatækni sem er kölluð Indigo. Þar er ekki um neina galdra að ræða heldur eins konar orb utan um web services. Sem sagt, með þeirri tækni verður ekki lengur þörf á því að senda tölvupóst gegnum SMTP relay, heldur geturðu sent beint í hina tölvuna með remote kalli. Það þýðir einnig að þú getur notað örrygistækni eins og PGP og rafrænar undirskriftir. Með Indigo geturðu þá alltaf vitað hver er að senda þér póst. Svo ef viðkomandi er nafnlaus,...

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Þar sem þú nefnir kerfishönnun þá er fyrirtækjalíkanið ekki algjörlega scalable og opið, þar sem þú leysir þekkingu inni í því. ”Köll“ eftir nýrri þekkingu geta bara átt sér stað innan fyrirtækisins sjálfs.” Þetta er ekki rétt. Fyrirtæki geta keypt að þekkingu og atorku og hafa í raun allan heimsmarkaðinn innan seilingar til þess. Einnig er fráleitt að hugsa sér að fyrirtæki komi til með að læsa þekkingu ofan í skúffu frekar en að selja hana eða endurfjárfesta henni. Öfugt við ríkisstjórnir...

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég veit að þetta er ekki úr síðasta svari þínu en mig langaði að bæta við þetta hér: “Ríki og ríkjabandalög vinna geta hins vegar leyft sér að vinna skv. mun meiri langtímahagsmunum. Þau geta reiknað sér ábatann í kynslóðum, auk þess sem ákveðin starfsemi getur elft ríkið sem heild, þ.e. einstakar stofnanir þess þótt það sjálft þurfi að leggja í beinan kostnað vegna þessa og mun ekki sjá afraksturinn í eigin hag fyrr en eftir kynslóðir.” Vandinn hér er að kostnaðurinn við geimferðir reiknast...

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Í annan stað þá finnst mér mjög ólíklegt að fyrirtæki sjái sér arðsemi í því að eignast Mars. Fyrirtæki vinna skv. mun meiri skammtímahagsmunum en t.d. ríki eða ”mannkynið“. Fjárfestingin verður að skila sér til eigenda annars hefur hvorki einstaklingur né fyrirtæki hag af því að fjárfesta.” En einmitt þetta gerir aðferðina líklega til vinnings. Fyrirtæki koma til með að vinna í smáum áföngum sem hægt er síðan að byggja ofan á með því að virkja í raun hagkerfi allrar jarðarinnar....

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Til að geta gefið eða selt eitthvað varða menn að eiga það.” Nákvæmlega rétt. Og til að einhver geti átt það verður sá hinn sami að gera tilkall til þess. Það skiptir engu máli af hvaða þjóðerni viðkomandi er. En til að halda eigninni verður að vera hægt að vernda hana með viðurkenningu á eignarrétti. Þar koma Bandaríkin inn í spilið. Þyrfti í raun ekki að vera nema eitt ríkjanna, New Hampshire eða Delaware myndu duga því eignarhaldslög þar eru sterkari en annarsstaðar.

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Ef það verður ráðist útí þannig myndi hver einasta þjóð mynda svipað fyrirtæki” Fyrirtæki hafa ekkert með þjóðerni að gera. Við erum að tala um einstaklinga, ekki þjóðir. Þ.e.a.s. fyrirtæki í einkaeign. En sá einstaklingur sem hæfi búsetu á Mars yrði Marsbúi hvort eð er, er það ekki?

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Hver ætti fasteignina?” Sá sem gerir tilkall til hennar. Landnemi kaupir fasteign sína með því einu saman að ferðast til hennar. Gjaldið fyrir fasteignina er greitt engum heldur rennur í eignina sjálfa. Andvirði þess gjalds er nákvæmlega kostnaðurinn við förina þangað. Ef þér er kunnulegt almennt bókhald þá má segja að það sé fært sem kredit á fjármuni landnemans og sem debet á plánetuna sjálfa. Raunverð plánetunnar verður þá heildarkostnaðurinn við að ferðast þangað. “NASA verður sennilega...

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hér er upprunalega greinin eftir Pisaturo: http://pages.prodigy.net/rpisaturo/mars/ma rswsoi. html

Re: Einkavæðum Mars

í Geimvísindi fyrir 20 árum, 10 mánuðum
“Ég held að búseta manna á mars í litlum mæli sé alveg raunhæf með háðþróaðri tækni, og ef einhver einn á plánetuna getur hann setið að henni eins og kvótakóngur og dreift til fárra útvalda.” Ég held að það sé öfugt, að ef enginn á Mars þá fari þangað aðeins fáir útvaldir af ríkisstjórnum heimsins. En ef Mars fæst til sölu þá gæti rekstur þar verið raunhæfur, og þar með búseta og siðmenning. “Mars er pláneta, ekki fasteign.” Og hvers vegna ekki að gera hana að fasteign? Það er varla til...

Re: Netið ömurlegt vegna ókeypis download í 3 daga

í Netið fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Mér sýnist vera tvær lausnir í stöðunni: 1. Kaupa sjálfur bandvídd til útlanda svo gögnin flytjist hraðar að skilningarvitum þínum. 2. Flytja skilningarvitin nær gögnunum. Fyrri lausnin felst í því að kaupa afmarkaða bandvídd frá t.d. Símanum. Þá leggja þeir til hliðar sneið af bandvíddinni spes handa þér og garantera t.d. 2 Mb öllum stundum. Að öðrum kosti geturðu t.d. keypt og lagt þinn eigin sæstreng. Seinni lausnin felst í því að flytja augun, eyrun og allt þar á milli af þessari eyju í...

Re: Dauðaríki frelsisins

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Kagemusha: Talandi um að horfast ekki í augu við raunveruleikann, þá sýnist mér þú vera að tjá þig fullmikið um mál sem þú hefur greinilega ekki kynnt þér í raunveruleikanum. Staðreyndirnar um kreppuna miklu í Bandaríkjunum blasa við hverjum sem vill athuga þær og er skólabókardæmi (sem sagt raunverulega notað í skólabókum) um lélega efnahagsstjórnun. Það er einnig nýútkomin bók sem heitir “FDR's Folly” sem rekur kreppuna í sögum og tölum. Þegar Franklin karlinn sagði “there is nothing to...

Re: STEF-fasismi?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
“það á að fara að opna svæði þar sem að þú getur náð í bíomyndir af netinu fyrir einhverja 5$” Það er þegar komin þjónusta fyrir kapalsjónvarp frá Time-Warner þar sem þú getur sótt nýjar bíómyndir á $2 - $4 og brennt þær á disk ef þú vilt og átt til þess græjurnar.

Re: Landbúnaður og ESB

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Aftur, Það er fyllilega innan valds alþingis Íslendinga að minnka eða fjarlægja verðbólgu. Verðbólgan er ekki náttúruafl heldur er verðgildi krónunnar vísvitandi rýrt í samræmi við handahófskenndar vísitölur. Einnig stöðvar þig fátt í því að taka lán í erlendum banka og þá í erlendri mynt. En því að staldra við evrópuvexti? Því ekki að sækja um inngöngu í Bandaríki Norður Ameríku svo við getum fengið ameríkuvexti? Lánsvextir eru svo miklu hagstæðari þar. Annars held ég að menn kvarti fljótt...

Re: Landbúnaður og ESB

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er hverjum sem er frjálst að lána peninga á hvaða vöxtum sem er. Það þarf ekki að ganga í ESB til að geta fengið almennilega vexti. Ekki heldur til að lækka verðlag á vöru eða skatta. Íslensk stjórnvöld eru fullfær um að afnema tolla og lækka skatta án þess að ganga í ESB. Einnig er það algerlega innan valds alþingis Íslendinga að lækka eða afnema niðurgreiðslur, beingreiðslur og verðstýringu í landbúnaði. Það þarf ekkert ESB til þess. Lambakjötsfjallið svokallaða er vegna verðstýringar...

Re: Hugleiðing um frelsið

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Góðan daginn félagi. Er eitthvað að vefjast fyrir þér skilgreiningin á frelsinu? Það er ferlega einfalt hugtak og er vel skilgreint. Það er enginn skortur á umfjöllun um þetta merkilega fyrirbæri ef þú bara leitar örstutta stund. Frelsi er að geta athafnað sig án valdbeitinga og þvingana. Sem sagt að geta lifað lífinu eftir eigin höfði og elst við hamingjuna eftir eigin sannfæringu. Punktur. Ekkert flóknara en það. Ef þú vilt velta fyrir þér frumspekinni á bakvið frelsishugtakið þá ertu líka...

Re: Kaupréttarsamningar K-BÍ

í Deiglan fyrir 21 árum
Loksins sér maður almennilega og upplýsta grein um þetta mál, og hefur þá víða verið leitað. Það er allt of mikið um að menn láti tilfinningarnar ráða og leyfi sér að blöskrast yfir fjárhæðunum sem um er að ræða. En ekki claudius. Húrra fyrir honum. En það er ekki nauðsynlega rétt að útgáfa nýrra hluta rýri beint verðmæti þeirra hluta sem fyrir eru. Nýju hlutabréfin eru seld fyrir aukinn höfuðstól, þannig að heildarhlutafé eykst í hlutfalli við magn útgefinna bréfa. Hagnaður á hvern hlut...

Re: Skotaras

í Deiglan fyrir 21 árum
“Þetta samtal skiptir engu máli heldur. Af hverju tekurðu þá þátt í því?” Góð spurning. Ég bið þig vel að lifa.

Re: Nokkrar hugrenningar

í Heimspeki fyrir 21 árum
Það eru aldeilis ekki allir á sama máli um hvort Plató hafi skrifað Ríkið eða hvort það hafi verið skrifað af eldri lærisveinum Sókratesar og síðar eignað Platóni. Að í kringum Sókrates hafi verið eins konar félag eða skóli sem þróaði kenningar og gaf þær út. Þegar Aristóteles minnist á formin þá talar hann um kenningar “vina” sinna og talar um Plató og platónista í fleirtölu.

Re: Umfjöllun um bann á Rjúpnaveiðum !

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Tóm vitleysa að banna rjúpnaveiði yfir höfuð. Það er eins og að banna berjatínslu. Rjúpan er náttúruafurð eins og hver önnur og er hverjum og einum frjálst að nýta afurðir á sínum landareignum. Hvernig er það annars, eru ekki skotveiðimenn rétthærri fyrir lögum en rjúpur? Hvergi sé ég í stjórnarskránni minnst á að allir menn skuli jafnir rjúpum fyrir lögum.

Re: Einkkavæðing-smá umhugsun til varnaðar

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Smá innskot í umræðuna um rafmagnsleysið í Bandaríkjunum. Athugaðu að ríkiskvaðir á raforkuver eru gífurlegar, þó hlutirnir séu einkavæddir að nafninu til. Það er til dæmis næstum því bannað í Kaliforníu að byggja raforkuver. Það fylgja því svo miklar kvaðir hvað varðar umhverfisvernd og annað að það leggja fáir út í það að byggja orkuver. Það vill til dæmis enginn búa nálægt orkuveri, og ekki má setja þau nálægt varplöndum eða þar sem þau passa ekki inn í umhverfið. Niðurstaðan verður þá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok