Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MustangMustang (3 álit)

í Flug fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég verð að senda ykkur þennan link með myndum af Mustangs sem eru bara ,,cool". http://www.mustangsmustangs.net/ford/stangpics/pics.mustangsx2.shtml

Barnastígvél (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Er ekki viss um að þetta passi hér, en veit bara ekki hvar ég á að pósta þetta? Ég keypti kuldastígvél á stelpurnar mínar í Steinari Waage, kostuðu 10.000 kall saman. Þetta var í síðustu viku, svo sér maður núna að það er búið að lækka parið um 1000 kall.. svo ég tapaði 2000 kalli á þessum kaupum. Mér finnst þetta óþolandi að svona sé staðið að málum.

Ofsóknir eða hvað? (3 álit)

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Hvað finnst Hugurum um málatilbúnaðinn gegn Jóni Ásgeiri? Er hér um að ræða ofsóknir Daviðs og hans liðs gegn Jóni í Bón? Er verið að leita með stækkunargleri að hverju sem er í rekstrinum sem hægt er að fella undir brot á lögum eða reglugerðum? Ég er á þeirri skoðun að þessi krossferð gegn Jóni sé óréttmæt og skammarleg.

Citroenklúbbur?? (0 álit)

í Bílar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Veit einhver hvort það er starfandi Citroen klúbbur hérlendis?

4 Tinnabækur gefnar út að nýju nú þessi jól (3 álit)

í Myndasögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Tinni og lótusblómið Fjársjóður Rögnvaldar Rauða Leynivopnið Krabbinn með gylltu klærnar Vei!

Má ekki svara JackOffTrack? (4 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Skrítið, mér tekst ekki að svara JackOffTrack? Vonandi er ekki búið að loka á hann eða banna að svara honum? Hvernig er þetta, þolum við íslendingar ekki að heyra sannleikann um sjálfa okkur?

FÍA vill Atlanta úr landi með starfsemi sína! (5 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er að verða nokkuð augljóst að Félag íslenskra atvinnuflugmanna sem virðist einhverskonar hagsmuna- og talsmannasamtök Icelandair, vill Atlanta af landi brott. Stanslausar árásir á Atlanta er til þess eins fallnar, en eru undir því yfirskini að Flugfélagið Atlanta hverfur af landi brott með sína starfsemi, þjóðfélginu til tjóns og íslenskum flugmönnum til tjóns (þ.e. þeim sem ekii hafa vinnu hjá Icelandair félögunum)

Icelandair braut samkeppnislög! (11 álit)

í Flug fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Frábært! Loks réttlátur dómur í garð einokunnarfélagsins sem hefur svínað á þjóðinni árum og áratugum saman. Iceland Express, keep going!

Hvar er hægt að ná í allar Tinnabækurnar? (4 álit)

í Myndasögur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Veit þetta einhver? Einnig bækur eins og Alex og Ástríkur, ég vil kaupa þessar bækur. Jafnvel líka Lukku Láka.

Um könnun (1 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Ég get ekki orða bundist vegna könnunar sem ,,silungur“ sendi inn: Hvað á barnið að heita”. Það vantar t.d. þann möguleika að barnið heiti bæði íslensku nafni og erlendu nafni. Auk þess er engin skilgreining á hvað er íslenskt nafn og því útkoman bull. Er t.d. María íslenskt eða erlent, hvað með Róbert, Jón, Linda, Hanna, Guðjón, Rósa, Anna, Sara, Ísak, Kjartan, Telma o.s.frv.??? Eru allar kannanir samþykktar, alveg sama hve illa þær eru settar upp? Mér finnst að stjórnendur ættu að fara...

Góð og vond kolvetni? (2 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það var í morgunþættinum á RÚV viðtal við lækni o.fl. sem virðast hafa einhverja rosa lausn við offituvandmálum og öllu sem fylgir (þreyta, slen, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar o.fl.). Þetta hefur eitthvað með breyttan lífsstíl að gera sem er að taka út ákveðna hluti úr fæðinu sem er með ,,vond kolvetni"; þetta heyrðist mér meðal annars vera; brauð, kartöflur, pasta, hrísgrjón og sykurríkar vörur). Ok er hins vegar að borða t.d. kjöt. Ég bara kom of seint inn í þetta til að ná hverjir...

Ævisaga Jóns Sigurðssonar (5 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það verður spennandi að lesa nýju ævisöguna um Jón Sigurðsson, hin hugumprýddu hetja þjóðernisöfgaofsasinna. Vona að sagan sé í raun eins raunsönn og höfundur vill vera láta. Þessi þjóðhetja okkar er nú doldið brosleg svo ekki sé meira sagt. Hefur einhver lesið herlegheitin?

www.babiesonline.com (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég mæli með þessari síðu fyrir það fólk sem nú þarf að loka síðum sínum hjá barnaland.is. Barnaland.is hefur nú á útsmoginn hátt sett gjald á notendur sem var búið að lofa fríum aðgangi. Ég mæli sterklega með www.babiesonline.com en það er svipuð síða en þar þarf ekki að greiða.

Barnaland.is (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvað finnst ykkur um að barnaland.is ætlar allt í einu að fara að rukka 2500 kall fyrir aðgang að heimasíðum barnanna. Mér finnst þetta vægast sagt óheiðarlegt, að plata fólk inn á þetta frítt og ætla svo bara að senda því reikning. Hvað finnst ykkur?

Fallegir Fjarkar (3 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Vá, það er aldeilis gaman að sjá tvo Fjarka á rampnum hjá Flugþjónusunni í Reykjavík. Minnir á gamla tíma. Ég hvet alla til að bregða sér út á völl og berja gripina augum. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem veit nánar um ferðir þessara véla? Ég þóttist heyra drunur frá stórum radial piston mótorum í gærkveldi og það stóð heima.

1. þáttur búinn (9 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var ánægður með að John fór - Alla vega betra en að Ghandia færi, því hún er æði þótt hún virðist doldið viðkvæm. Hver er annars ömurlegastur?

Ellisif Tinna Víðisdóttir (5 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég er alltaf að bíða eftir sönnunargögnunum sem fulltrúi sýslumanns, Ellisif Tinna Víðisdóttir, ætlaði að leggja fram eftir að hún kom úr sumarfríinu sínu. Sönnunargögn sem styðja fullyrðingar hennar sem opinbers starfsmanns í ábyrgðarstöðu um mansal og að vændi sé stundað á nektardanssöðum á Íslandi. Hefur einhver orðið var þessara sönnunargagna hennar?

Rauðu örvarnar (5 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Jæja, þetta var flott yfirflug þótt það hafi hvorki verið low pass né listflugsýning. Það var leiðinlegt hvað veðrið setti mikið strik í reikninginn - bæði mjög lágskýjað og regn rétt á meðan á þessu stóð. Fallegt flug samt hjá sveitinni.

Flottur monitor í Boston? (2 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Er þetta flott, að hafa svona life monitor? Sá þetta á Tilverunni: http://www4.passur.com/bos.html

Erlendir flugmenn og fullgildingar (4 álit)

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hvað finnst ykkur herramönnum (og frúum) um fullgildingar flugmanna sem koma utan JAA ríkjanna - teljið þið að það sé of auðsótt mál fyrir þá (þær) að fá fullgildingar? Hvernig er það annars, leiða slíkar fullgildingar skírteina til þess að einstaklingarnir fá JAA-skírteini eða? Kveðja/Pachinn

Tinni (4 álit)

í Myndasögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Veit einhver hvar hægt er að nálgast restina af Tinna-bókunum? Ég keypti það sem til var á útsölu hjá Fjölva í fyrra en.. mig vantar um helming bókanna.

Hatursáróður Ritters (34 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gott dæmi um mynd þar sem tölfræðin er notuð til villa um fyrir fólki sem ekki þekkir til, er myndin um dvalarleyfi sem Ritter hefur sett hér inn. Af myndinni mætti ætla að þúsundir nýrra dvalarleyfi væru gefin út hér árlega. Svo er auðvitað ekki, heldur eru þetta heildartölur um öll dvalarleyfi sem út eru gefin á þessum árum. Svo má líka benda á að miklu færri einstaklingar eru á bak við leyfin en fjöldi leyfanna, þannig þurfa innflytjendur að sækja oft um leyfi, t.d. er fyrsta leyfi...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok