Að mínu mati eiga nafnabirtingar grunaðra í sakamálum, sérlega í viðkvæmum og tilfinningaþrungnum málum ekki rétt á sér. Fjölskylda viðkomandi sakbornings t.d. fer mjög illa út úr svoleiðis og það er óréttlátt. Til þess að meðhöndla svona fólk sem gerist sekt um alvarleg brot höfum við lögreglu og dómskerfi, nafnabirtingar eru frumstæðar, í raun ákall um dómstól götunnar og hver vill verða fyrir þeim dómstóli. Sá dómstóll er fljótur að ákæra, dæma og taka af lífi. Niður með nafnabirtingarnar!