Mig dreymdi að ég væri stödd í vinnunni ásamt forstöðukonunni og strák sem ég þekkti ekki. Hann var dökkhærður með skeggrót og yngri en ég, mér fannst hann heita Tommi. Ég var að taka síðustu vaktina mína (sambýli fyrir fatlaða) þar sem ég var að hætta þarna. Forstöðukonan bað mig um að keppa á íþróttaleik fyrir Tomma klukkan 17:00 í gömlu íþróttahúsi sem minnti á íþróttahúsið við Strandgötuna í Hafnarfirði. Dóttir mín (sem þá var 1 ½ árs) var í pössun hjá ömmu sinni og var búin að vera þar...