Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anna84
Anna84 Notandi frá fornöld 132 stig

Re: Er sálin mín ekki þess virði?

í Rómantík fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Það gæti verið svolítið erfitt að eyða ævinni með svona manni. Ég er alls ekki að segja að hann sé eitthvað vondur, hann hefur það þó allavegana í sér að reyna að hjálpa þér og honum þykir greinilega mjög vænt um þig. Ég held samt að hann myndi henta betur sem vinur þinn, þetta er í raun orðið hálfgert vinasamband hjá ykkur ef þið eruð ekki í neinu kynferðislegu/líkamlegu smbandi

Re: Er ekki tilbúin... hann skilur það ekki!

í Rómantík fyrir 20 árum, 11 mánuðum
vó,ég missti meydóminn í 9. bekk (14 að verða 15) og ef ég gæti tekið það til baka þá myndi ég ekki hika við það!! þetta var ekkert “fallegt” og yndislegt móment neitt,ég beið bara eftir að þessu myndi ljúka!! í guðanna bænum ekki gera þetta ef þú ert ekki tilbúinn,þú munt verða svo stolt af þér ef þú bíður og hlustar á ÞIG en ekki HANN, gangi þér vel

Re: Mitt álit á friends!!!

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ross er svona þessi seinheppna og misheppnaða týpa og það er mjög gaman að honum finnst mér :) hann er svona hálfgert “gimp” einhvern veginn :)

Re: Föt sem klæða þig!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Mjög flott grein hjá þér tobba3..nokkrir mjög góðir punktar..maður pælir nefninlela ekkert mikið í svona hlutum þegar maður verslar sér föt :) haltu endilega áfram að skrifa greinar á tísku!!! :)

Re: Var ég svikinn ?

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 12 mánuðum
ég held að margir svona stílistar séu aðallega í þessu til þess að búðin græði á manni..þeir hafa líka margir frekar spes hugmyndir um hvað fari manni og hvað ekki..ég mæli með að þú sért þú sjálfur og látir ekki svona “professionista” rakka þig niður og láta þig kaupa eitthvað rugl..mér persónulega finnst levi´s buxur og skyrtur mjög flott blanda :)

Re: (Hún á ekki að heita „Hjálp“ eða eitthvað svollis)

í Rómantík fyrir 21 árum
Kærastinn minn býr í öðrum bæ, reyndar ekki nema hálftíma akstur eða eitthvað en stundum er það mjög pirrandi!! ég hef reyndar ekki mikinn tíma fyrir hann núna greyið, enda að byrja í prófum og svona, en honum finnst allt í lagi að hittast ekki á hverjum degi og ég er að verða meira og meira sammála því..þá er alltaf gaman að hittast, maður fær ekki leið á hvort öðru, kynlífið helst spennandi og maður hættir að líta á makann sem sjálfsagðan hlut..þetta er allavegana mín skoðun,hvað finnst ykkur??

Re: Hvar á maður að leita?

í Rómantík fyrir 21 árum
ég vissi fyrst af kærastanum mínum síðasta sumar, en við kynntumst almennilega um verslunnarmannahelgina-í Eyjum þótt ótrúlegt megi virðast og urðum mjög fljótlega ástfanginn..þurftum samt aðganga í gegnum nokkrar erfiðar hindranir en það styrkti bara sambandið held ég :)

Re: Hvað er að mér???

í Rómantík fyrir 21 árum
jæja öllsömul..takk fyrir góð svör..ég verð nú samt að viðurkenna að ég skrifaði greinina í hálfgerðu reiðiskasti út í kærastann minn..núna erum við búin að ræða saman og Það er allt í góðu..ég er líka alveg sammála því sem einhver sagði að við stelpurnar eigum það til að vera svolítið viðkvæmar,og þótt mér finnist Josh Hartnett kannski sætari en kallinn minn,þá elska ég hann samt fyrir það hvað hann er og myndi aldrei vilja skipta :)

Re: Hvað er að mér???

í Rómantík fyrir 21 árum
ég bara einfaldlega ÞOLI EKKI þegar fólk skrifar álit á greinum sem er bara bögg..fyrir utan það þá er þetta í fyrsta sinn sem ég skrifa grein á huga í hálft ár og þetta er annar kærastinn minn á tæplega tveimur árum!!!!! ef þú ætlar að segja álit þitt á greinum,gerðu það þá fyrir mig og aðra hugara að sleppa þessu böggi,það er alveg óþarfi!

Re: við 90% svaranna

í Rómantík fyrir 21 árum
ohhh…mikið er ég ánægð að einhver skilur mig..ég er ALVEG sammála þér,fólk er alltof fljótt að dæma heilu samböndin af einni setningu!!! takk fyrir skilninginn ;)

Re: Hvað er það sem karlmenn leita eftir?

í Rómantík fyrir 21 árum
Ég held að karlmenn séu ekkert að leita af pamelu anderson wannabe með aflitað hár og stinnan rass..ég held að málið sé bara að vera þú sjálf og leyfa þessu blindfulla liði að hözzla hvert annað… :)

Re: Eftir hverju fer fólk við leit að maka?

í Rómantík fyrir 21 árum
ég held að það sé ekkert til sem heitir að setja of miklar kröfur þegar maður finnur sér maka. Annaðhvort er hann/hún fyrir þig eða ekki, maður finnur það á sér mjög fljótlega í flestum tilfellum. Það þýðir ekkert að láta sig verða hrifinn af einhverjum sérstökum og það þýðir heldur ekkert að leyta, þetta kemur bara þegar þetta á að koma :)

Re: tvöfalt vandamál - engin lausn?

í Rómantík fyrir 21 árum
bíddu þangað til kærastan þín kemur út..kannski sérðu þá að hún er sú eina rétta fyrir þig..en ef hún kemur og þú ert enn ekki viss þá verðuru að taka ákvörðun. Það er alltaf spennandi að prófa eitthvað nýtt í þessum málum og neistarnir eru mest fyrst. En farðu bara varlega og hugsaðu þetta vel..ég hef brennt mig á nákvæmlega þessu sama,hélt að grasið væri grænna hinu meginn en komst svo að því að það voru MIKIL mistök!!! Láttu hjartað ráða ;)

Re: Til þeirra sem hafa reynslu!

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Vá hvað ég skil þig!!! ég hef líka átt í svona “yfirþyrmandi” samböndum þar sem maður fær 1000 fiðrildi í magann ALLTAF þegar maður sér hann (jafnvel eftir 1 árs samband) og já,maður getur horft á hann sofandi endalaust og finnst maður ekkert smá heppin að hann hafi valið mann!!! þetta er náttúrulega geðveiki,en ég held að maður vaxi ekkert uppúr þessu,sumir gafa bara þessi áhrif á mann..en þessi tegund sambanda reynir alltof mikið á taugarnar að mínu mati

Re: Nítt

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
flott og persónulegt ljóð..

Re: í öllum bænum

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
mjög fallegt og “touchy” ljóð finnst mér ;)

Re: Get ekki hætt að hugsa

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
þessi gaur á greinilega eftir að þroskast frekar mikið áður hann fer að fara í alvarlegt samband,þannig að ég myndi bara reyna að gleyma honum!!! ég veit alveg að það getur verið mjög erfitt en hugsaðu bara um þetta sem hann var að segja við þig,allt þetta dónalega og þá verðuru reið og kemst yfir hann ;) p.s. gerðist eitthvað á milli ykkar? þá er ég að tala um koss eða eitthvað svoleiðis???

Re: Svona er lífið

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Athugaðu hvað kemur út úr samræðunum í kvöld og láttu þetta svo bara sáðast..ástæðan fyrir að hún vill ekki vera í bandi við þig er mjög líklega sú að hún vill ekki verða meira hrifin af þér fyrst að þetta er hvort sem er ekkert að fara að virka (í bili að minnsta kosti)

Re: Hvert verður haldið??

í Djammið fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég var að heyra að það gæti verið að það verði ekkert djamm í þjórsárdal :( ..veit einhver hvort það er eitthvað til í því eða er þetta bara eitthvað bull??? ég veit nefninlega um mjög marga sem langar þangað..

Re: My story

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ég vil þakka fyrir góð svör en ég vildi samt benda á að ég hef alltaf vitað að hann er ekki bara að reyna að fá að sofa hjá mér eins og einhver var að halda fram..við vorum búin að dúllast saman í nokkrar vikur áður en við byrjuðum að vera saman (vorum sem sagt búin að sofa saman). Hann sýnir líka alveg að ég sé sérstök fyrir honum,t.d. með því að bjóða mér á deit,gefa mér blóm og vilja eyða sem mestum tíma með mér. Ég veit alveg að hann er mjög hrifinn af mér því hann er farinn að tala smá...

Re: Get ekki sleppt honum...!!

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
já..menn sem berja konurnar sínar verða líka svaka “nice” inná milli!!! mér líst ekkert á þetta en ég skil samt alveg að það sé erfitt að sleppa takinu,þekki það af eigin raun..þú verður bara að segja við hann að ef hann geri þetta aftur þá sé allt búið á milli ykkar,og ef það virkar ekki,þá er hann greinilega ekkert að fara að hætta þessu í bráð og þá myndi ég hætta með honum!

Re: Ástin mín er í Japan (;_;)

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
ég myndi alveg láta reyna á þetta..passaðu þig samt bara á að taka þetta skref fyrir skref,ekki allan pakkann í einu ;) gangi þér vel

Re: Enn og aftur um aldursmun para

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
hmm..þú talaðir um að stelpur vildu “forystu”..einn af mínum betri vinum er 19 ára og er með stelpu sem er 28..þú eru trúlofuð og eiga íbúð..svona er þetta nú misjafnt ;)

Re: Ungt fólk á djamminu

í Lífsstíll (gamli) fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er alveg satt..og einn punktur í viðbót,ég hitti tvo bandaríkjamenn hérna á djamminu um daginn og þeir voru vægast sagt hneykslaðir á þessu..og þá sérstaklega hvað íslenskir strákar eru ókurteisir við stelpur,þ.e.a.s. þeim fannst þeir ekki vera neinir herramenn heldur bara ofurölvi að reyna að fá sér á broddinn!!..hmm,strákar..er þetta satt? ;)

Re: Er þetta eðlilegt?

í Rómantík fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mitt ráð til þín er bara: VERTU TIL STAÐAR FYRIR HANA!!! ef hún er að ganga í gegnum erfiðleika þá er það einmitt svona strákur eins og þú sem hún þarf á að halda!! þú bara mátt ekki ignora hana (ég veit að það er erfitt,trúðu mér)!!! Ef þú bara talar við hana og sýnir henni að þér er ekki sama, þá mun hún örugglega endurskoða þetta allt saman,í það minnsta hugsa sig um tvisvar!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok