Kærastinn minn býr í öðrum bæ, reyndar ekki nema hálftíma akstur eða eitthvað en stundum er það mjög pirrandi!! ég hef reyndar ekki mikinn tíma fyrir hann núna greyið, enda að byrja í prófum og svona, en honum finnst allt í lagi að hittast ekki á hverjum degi og ég er að verða meira og meira sammála því..þá er alltaf gaman að hittast, maður fær ekki leið á hvort öðru, kynlífið helst spennandi og maður hættir að líta á makann sem sjálfsagðan hlut..þetta er allavegana mín skoðun,hvað finnst ykkur??