Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anna84
Anna84 Notandi frá fornöld 132 stig

Re: Hámark ástarinnar

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Í guðana bænum ekki láta aldurinn skemma annars fullkomið samband..ég skil samt ekki alveg vandamálið hérna..ok, þú ert yfir þig ástfangin..það er bara frábært..og ef aldursmunurinn hefur ekkert verið að eyðileggja neitt, af hverju ertu þá að spá í því núna eftir 6 mánuði?? og af greininni að dæma, þá er svarið já, þú ert greinilega ástfangin upp fyrir haus en það er ekkert til sem heitir að vera of ástfangin!!!

Re: Besta hljómsveit íslands?

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
1)Gaurinn í Hjálmum sem tekur nokkur róleg lög á disknum þeirra (veit ekkert hvað hann heitir) 2)Páll Rósinkrans 3)Anna Katrín sjarmatröllið úr idolinu í fyrra, það er bara eitthvað við röddina hennar.. 4)KK..bæði til að syngja og sem lagasmiður 5)Egill Ólafs og Ragga úr Stuðmönnum

Re: hárlitur...?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Það fer alls ekki öllum vel að lita hárið sitt dökkt..ég er ljóshærð og prófaði að lita það dökkt, og það voru stærstu mistök lífs míns!!!

Re: Americas next top model 3 ->4 left

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá finnst mér engin þeirra vera það flott að hún eigi skilið að vera America's next top model..Eva virðist samt eiga auðveldast með þetta allt saman og tekst oftast að heilla dómarana..

Re: bikini anyone?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Oft mjög flott bikiní í H&M á móti Kringlunni

Re: Púður og meik. !!!

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mæli með kanebo..virkilega gott púðurmeik sem þeir framleiða

Re: Ungfru reykjavík hælaskór.. :o)? hvar fást þeir?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég myndi halda að það væri hægt að fá svoleiðis skó í öllum svona fínni skóbúðum :)

Re: Stelpa

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hreinskilni borgar sig alltaf..ég er ekki að segja að þú þurfir að segja þetta alveg beint út, því þá gæti hún haldið að þú værir að djóka eins og þú sagðir. Þú verður að gefa það í skyn fyrst og reyna að sjá á henni hvort hún sýni þér þá sama áhuga og þú sýnir henni ;)

Re: Ódýrar Gelneglur

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ok..frábært..ég er reyndar búsett í Keflavík, býrðu í Rvk?

Re: Þessi nýja könnun...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég held að þú sért bara ofur viðkvæm..og by the way, ég sé ekki betur en flestum finnist þetta flott þó þeir myndu ekki klæðast svona sjálfir þannig að hvað ertu að væla???

Re: Ódýrar Gelneglur

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Fyrirgefðu..þetta átti að vera “stofu” ekki stifu…

Re: Ódýrar Gelneglur

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ertu með stifu einhvers staðar eða bara heima?

Re: :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þú verður að setja honum úrslitakosti..ef hann getur ekki gefið nein svör nema: “ég veit ekki” þá verðuru að segja honum að ef hann geri ekki upp hug sinn og komi með “alvöru” svör, þá sé þetta ekki að ganga. Þetta svar er ekki fullnægjandi eftir eins árs samband og ef hann hefur enga skoðun á því hvað gerist á milli ykkar, þá er honum greinilega alveg sama, því miður. Og trúðu mér, þú vilt frekar vera á lausu heldur en að vera í slæmu sambandi!!! (tala af eigin reynslu) Gangi þér vel..

Re: svo erfitt....

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ok..ég get reyndar skilið það að þetta sé sniðugt til þess að brjóta ísinn, en það er líka allt og sumt. Málið er bara að oft vill þetta fara út í algjörar öfgar og fólk verður einhver annar þegar það sendir sms/msn og getur sagt hvað sem er við hvern sem er. Svo lengi sem þetta er innan vissra marka er þetta svosem í lagi. Gangi þér vel ;) p.s. mig langar að spyrja ykkur þarna úti sem hafið verið að nota msn og svoleiðis..hvað hafa margar tilraunir til að pikka einhvern upp farið í vaskinn...

Re: Breytingar..

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já..það er mikið til í þessari grein og það er frábært að vera búin að opna þessa umræðu, því það er alveg staðreynd að þú ert ekki sú eina sem hefur breytt þér fyrir þann sem þú ert hrifin af. Fólk er alltaf að reyna að ganga í augun á ÖÐRUM í staðinn fyrir að rækta sjálfan sig og vera eins og maður er ;)

Re: Dreadlocks?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég er ekki alveg pottþétt á því hvort hárgreiðslustofur á höfuðborgarsvæðinu gera þessa hárgreiðslu yfir höfuð, en ef það er einhver þá hugsa ég að það sé hárgreiðslustofan spútnik á Laugaveginum (inní spútnikbúðinni á efri hæðinni). Þeir stíla inná það að gera freaky hárgreiðslur o.fl. þannig að ég myndi endilega tjekka á þeim :)

Re: svo erfitt....

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hmm…strákar í dag verða alltaf meira og meira óherramannslegir!!!!!! EKKI PICKA UPP GELLUR Í GEGNUM ÞETTA RUGL (MSN OG SMS) ÞETTA ER SVO ÓPERSÓNULEGT OG SVO ÞEGAR ÞIÐ LOKSINS HITTIÐ GELLUNA ÞEKKIST ÞIÐ VARLA FYRIR ALVÖRU!!! hvað varð um að bjóða út að borða og allt það?!?!?!? HALLÓ STRÁKAR!!!! hvernig væri að vakna!?!? vissuð þið að íslenskir karlmenn eru sagðir með þeim órómantískustu í heimi??? æji sorry, missti mig aðeins..þetta sms/msn kjaftæði fer bara nett í taugarnar á mér!!

Re: Ást eða RBB?

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sorry to say it en ég held bara að krakkar á þínum aldri (u.þ.b. 14 ára fannst mér á greininni) verði jafn oft hrifnir af nýjum einstaklingum eins og þeir skipta um sokka. Ekkert að reyna að móðga þig, ég var nú svona sjálf einu sinni ;) Það kemur örugglega fljótlega í ljós hvaða tilfinningar hann ber til þín, og þá veistu hvað gera skal. Hafðu bara í huga að þó hann líti kannski út fyrir að vera að daðra við þig og svona, þá getur vel verið að hann vilji bara ríða. Og mundu líka að stelpur...

Re: Aðstoð???

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hey..af hverju biðuru okkur hugara ekki um að reyna að leysa vandamálið??? ;)

Re: Ástin er.........

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Mér finnst engir sérstakir hlutir eiga við ást, sérstaklega þar sem dauðir hlutir og ást passa ekki saman. Að líkja ástinni við dauða hluti er eins og að segja að ástin sé dauð!!!

Re: Tvær ástir?!

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta er alls ekki auðveld staða sem þú ert í, og það er erfitt að gefa ráð þegar kemur að svona hlutum, því í svona tilvikum verður hjartað og tilfinningar að ráða för. Það eina sem ég get í rauninni ráðlagt þér er að hlaupa ekki út í neitt með “núju stelpunni” fyrr en þú ert ALVEG viss. Maður heldur nefninlega oft að grasið sé grænna hinu meginn en það er bara ekki alltaf svo. Það getur verið mjög spennandi að byrja ný sambönd því þá er fólk alltaf að sýna SÍNAR BESTU HLIÐAR og allt þetta...

Re: need some luv

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
It´s just sad how the world has become…

Re: Aldurstakmark

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Vá..ég skil ekki svona. Ok, reyndar eiga þær að fylgja ákveðnum reglum og allt það, en come on, þú varst kominn með miðann, alveg óþarfi að rífa hann af þér, það er ekki eins og hún hafi grætt eitthvað á þessu!!!

Re: vinskapurinn horfinn..

í Rómantík fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hmm..ekki vera of viss um að vinskapurinn sé ónýtur. Þú verður samt að gefa þessu góðan tíma, því þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi hjá ykkur núna. Ekkert vera að ýta á eftir honum með að verða vinur þinn, en það getur samt verið að þú þurfir að brjóta ísinn þegar rétti tíminn kemur, bæði af því að hann þorir því líklega ekki því hann hætti með þér OG hann er feiminn. “Good things come to those who wait” þannig að nú er bara að vera þolinmóð og vona að örlögin leiði ykkur saman á ný ;)...

Re: Er rétt að votta virðingu sína á msn?

í Tilveran fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta er reyndar ágætis pæling. Sumum finnst mjög óþægilegt að fá svona upplýsingar, sérstaklega ef fólk er ekkert að sækjast eftir þeim. Hins vegar er mín skoðun sú að þetta er oft eina leiðin til þess að leita hjálpar og samúðar. Eins og með besta vin minn sem lést í slysi fyrir tæpum tveimur árum-þá var stofnuð heimasíða um hann til þess að safna peningum fyrir útförinni og flutningi líksins frá Danmörku (þar sem hann lést). Í hans tilfelli höfðu foreldrar ekki mikla peninga og það er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok