Þetta fyrsta kvöld fórum við Palli og töluðum við strákana tvo sem uppgötvuðu líkið. Fyrst fórum við heim til Páls Jónssonar, fjórtán ára. Pabbi hans hringdi fyrstur og talaði við Pétur. Jón og Snædís, foreldrar, mættu okkur í dyrunum. “Komið inn, setjist niður, Palli er hérna, hann kemur eftir smá stund.” “Ég heiti Björgúlfur og þetta er Páll, líka kallaður Palli.” Palli kinkaði kolli, reyndi að létta andrúmsloftið. Palli yngri kom inn. Þetta var laglegur unglingur, meðalhæð, dökkhærður og...