Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bakk og fleirir ósiðir (9 álit)

í Hestar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Komið sæl! Ég á í smá vandræðum með einn 5.vetra hest og langar mig að leggja þetta vandamál fyrir ykkur kæru hestahugarar. Þetta er mjög fínn hestur og miðað við það hversu litla tamningu hann hefur fengið að þá ætti ég ekki að vera að kvarta. Hann er mjög þægilegur og auðveldur í umgengni en hann er viljugur og alls ekki fyrir byrjendur þó hann sé mjög traustur og góður hestur (sértaklega miðað við litla tamningu). Aðalvandamálið er hins vegar það að hann er farinn að taka upp á þeim ósið...

Skeiðlullarar (7 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mig langar aðeins að leggja svolítið undir ykkur: Í sumar var ég mikið að ríða út hryssu sem er rosalega skeiðbundin. Enda fékk ég það verkefni að láta hana bara brokka. Ég hugsaði með mér að það væri nú ekki svo mikið mál að fá hana yfir á brokkið, þar sem ég er mjög góð í því að fá hross yfir á brokk og mér hefur marg sinnis verið hrósað fyrir það hversu vel ég stíg brokkið. Í fyrsta reiðtúrnum hamaðist ég við það að reyna og reyna að fá hana á brokkið en ég fékk ekki nema svona 4...

Hrekkjótt? (9 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég lenti í svolitlum hasar í dag. Ég fór í reiðtúr á hryssu sem ég þekki eiginlega ekkert, hún var sett undir mig og mér sagt að hún tölti mjög skemmtilega. Jújú… Hún tölti skemmtilega en hún var rosalega óþolingmóð! Við vorum sko mörg saman og svo á leiðinni til baka þá varð hún rosalega… óþolinmóð og vildi ekki vera fyrir aftan neinn. Svo tók ein hesturinn upp á því að rjúka og mín spenntist öll upp og tók á rás ásamt tveim öðrum hrossum. Ég reyndi eins og ég gat að hægja hana niður og...

Hesta kaup (5 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er í svolitlum vandræðum. Málið er svona: Vinkona mín þarf að selja hestinn sinn sem hún er búin að eiga í tvö ár. Hún er að selja hann vegna þess að hún stendur ekki undir kostnaðinum sem fylgir því að eiga hest og hún hefur ekki tíma. Ég var að hugsa um að kaupa hann af henni en núna er ég með svo mikið fjárútlát í gangi að ég er komin í vandræði. Nr.1 ég þarf að kaupa bíl. Nr.2 Ég þarf að kaupa nýjan hnakk. og í þriðjalagi er ég að fara á námskeið sem kostar mig helling. Mig langar...

HJÁLP! (7 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mig langar svolítið að biðja ykkur kæru sam-hesta-hugarar mínir um ráð. Ég skrifaði kork sem hét “týndir hestar”, annan í jólum sem var um það að hestarnir hans bróður míns væru horfnir úr haganum. Núna er komin janúar og þeir eru ekki ennþá fundnir. Þetta var rauðskjóttur hestur og brún meri. Ég sagði bróður mínum að hringja í sýslumanninn (ég vona að hann hafi gert það) en ég hef ekkert heyrt í honum síðan þá þannig að ég veit ekki alveg hvort hann hafði eitthvað upp úr því. Það að ég hafi...

Fáránlegt! (9 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hafið þið einhvern tíma verið sökuð um að vannæra hrossin ykkar og fara illa með þau? Frænka mín sagði mér um daginn að síðasta vetur hefði sú saga farið af stað í sveitinni okkar, að hrossin þeirra væru vannærð og að það væri farið mjög illa með þau, sem er og var hauga lygi. En það versta er að frændi okkar sem hefur fengið að geyma hestinn sinn hjá frænku minni í mörg, mörg, mörg, mörg ár frétti þetta frá einhverjum sveitungnum og trúir því að farið sé illa með hestinn hans! Og núna er...

Hljótt..... (10 álit)

í Sápur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Vegna þess að allt er svo hljótt á þessari síðu langar mig að skrifa litla grein. Um daginn fór ég að hugsa um Nágranna og fleiri svona sápuóperur og ég komst að því að Nágrannar er skemmtilegri en Glæstar vonir og Leiðindaljós ( eins og margir vilja kalla þá “óperu”.) Ég er svo sem ekki mikill “granna” áhangandi þó mér finnist ágæt að sjá svona einn og einn þátt. Ég komst að því að lífið sem fólkið í “grönnum” lifir er svo miklu nær raunveruleikanum en fólkið í hinum sápuóperunum og þess...

Ósigur (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú telur þig sterkan en brátt munt þú bugast. Ríki þitt falla og fylgdarmenn hverfa. Hver er þá aumur? Hver mun þá sigra? Þeir sterku, þeir koma og vilja þig jarða. Í dýflissu þeir þér kasta og þar þú bíður. Þú ert einn, því miður. Því enginn þig stiður Að lokum áttarðu þig og sérð hvar þú ert staddur. Þinn tími er liðinn. Þú hefur verið sigraður og bíður og bíður. Bíður þess að deyja.

Barsmíðar! (23 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hver er ekki á móti því að menn berji hross? Ég hugsa alli, eða flestir. En um daginn varð ég vitni að atburði sem ég á bágt með að jafna mig á. Ég var fyrir norðan í sveitinni minni og við fórum í heimsókn á bæ. Ég hafði alltaf virt manninn sem bjó á honum vegana þess að mér þóttin hann klókur og mjög góður hestamaður. Ég og dóttir hans ætluðum að skella okkur í smá reiðtúr en hann heimtaði að við hjálpuðum honum að koma þrem (tömdum en styggum) hrossum inn í hesthúsið, við þyrftu hvort eð...

Líf (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Á harða spretti við þeytumst yfir engi, yfir ár úr fortíðinni og inn í framtíðina. Fákurinn sem ber mig kallast Lif. Hann er frár á fæti eins og vindur og eilífur sem tíminn. Hvar við endum veit ég ei. En við enda reiðtúrsins verður hann tekinn frá mér og öðrum gefinn.

Hrossaréttir (17 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Það er einstök upplifun að fara ríðandi í hrossaréttir! Og allir ættu að prófa það einu sinni. En í ár var það sem er skemmtilegast við mínar réttir, að ríða niður troðninginn á eftir öllu stóðinu, eyðilagt! Dagurinn byrjaði vel og við riðum í dalinn. Frændi minn sem kom með okkur hrósaði mér fyrir fallega ásetu, það er ekki amalegt að fá þannig hrós frá miklum hestamanni! En þegar við komun inn fyrir afréttargirðinguna þurfti að smala nokkrum hrossum niður úr fjallinu svo við skelltum okkur...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok