Góða kvöldið kæru hugarar. Ég var að lesa nokkrar smásögur hérna og gagnrýnina á þær, oft sé ég mjög góðar sögur og góða gagnrýni á þær. En svo fer ég að hugsa, afhverju skrifum við þessar smásögur? Er það til að fá útrás, leysa innri vandamál eða bara reyna vera frægur og ríkur. Þegar ég var búinn að hugsa um þetta í smástund fór ég að sjá að kannski þyrfti höfundar þessara smásagna ekkert að taka gagnrýni. Kannski þeir skrifi þetta fyrir þá sjálfa, sama þó það séu ótal stafsetningarvillur...