Ég keypti mér acer aspire 5103 WlMi tölvu í sumar. Hún er með Windows Vista home premium. Núna í gær, kveikti ég á henni og þá virkaði Touchpadinn ekki. Ég setti bara usb mús í og það virkaði alveg en touchpadinn virkar ekki ennþá. Það sem er ennþá skrítnara, er að þegar ég fer inn í forritið “Synaptics Pointing Device”, sem er forrit til að stjórna touchpadinum, stendur að það sé allt í lagi með touchpadinn og þegar ég loka því forriti, þá virkar hann í u.þ.b 3 sekúndur og svo hættir hann...