Washington Wizards hafa leyst leikstjórnandann Rod Strickland undan samningi sínum við liðið og er honum nú frjálst að semja við hvaða lið NBA-deildarinnar sem er. Langt er síðan ljóst varð að grunnt væri á því góða milli Stricklands og stjórnenda liðsins og er það til marks um ósættið að Strickland hefur verið sektaður nærri 20 sinnum í vetur fyrir að brjóta reglur liðsins. Önnur ástæða fyrir því að Wizards leystu Strickland undan samningi er samningur hans sem hefur tryggt honum mun hærri...