Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Patch 5.02 í dag (Fimtudag)

í Manager leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Goooooottt. :-)

Re: Sorgardagur í sögu metals

í Metall fyrir 19 árum, 11 mánuðum
…eða bara að nokkrum manni skuli detta í hug að gera svona lagað. Ég skil ekki hvað er að fólki. Að fá það af sér að drepa einhvern, bara þótt þú sért eitthvað ósáttur við viðkomandi eða við sjálfan þig. Jafnvel þótt menn séu dópaðir upp fyrir augabrúnir.

Re: Pantera koma aldrei saman aftur

í Metall fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hrikalegt. Að svona skuli geta gerst. Maðurinn er að sinna sinni vinnu, spilandi á sviði, og einhver fábjáni (sem ég þori að veðja að var helvítis dópistaaumingi) gerir svona nokkuð. Mönnum ber reyndar ekki saman um hvort Vinnie Paul sé óhultur. Það eina sem menn vita fyrir víst er að það er slökkt á símanum hans, sem er vitanlega ekki skrýtið. Vitni sem voru á staðnum segja að hann sé dáinn eða hafi a.m.k. orðið fyrir skoti. Aðrir segja að hann sé heill á húfi en að tæknimaðurinn hans hafi...

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Æfingaleiki tekur þú með því að skora á önnur lið (eða taka áskorunum sem eru sendar til þín). Frá fimmtudagsmorgnum getur þú farið og skoðað önnur lið. Þá er valmöguleiki hægra megin í valmyndinni hjá hverju liði, að skora á viðkomandi lið. Þú getur valið hvort þú skorar á það á þínum velli (home) eða á útivelli (away), og hvort spilað er eftir normal eða cup rules. Munurinn á normal og cup er að það er framlengt ef staðan er jöfn eftir venjulegan leiktíma. Sumir segja að það komi fleiri...

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Og annað, fyrir þá sem eru komnir með lið, þá getið þið kíkt á upplýsingasíðuna island.hatstats.info og flett upp á ykkar deild. Þar sjáiði hvort liðunum í ykkar deild er stýrt af tölvu eða af virkum stjóra, greiningu á vörn, miðju og sókn hvers liðs, hvaða leikkerfi voru spiluð í síðustu umfer og þar fram eftir götunum. Gagnlegt hjálpartæki og gaman að kíkja á þetta.

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Flott! Passið ykkur að hugsa um hvernig þið verjið upphafspeningunum ykkar. Ég var að sjá póst frá einum á íslenska conferencinu sem var að biðja um hjálp. Hann hafði stækkað völlinn í yfir 20.000 sæti og keypt slatta af leikmönnum strax í upphafi, og var kominn í bullandi mínus. Það borgar sig að fá hjálp eða leiðbeiningar, annað hvort með því að skrifa á conferencinu eða lesa eitthvað af efninu sem er til sérstaklega til að hjálpa mönnum að komast af stað. Það er ekki endilega aðalmálið að...

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hvar eru menn svo? Hvað heita liðin og í hvaða deild lentuð þið? :-) Ég er ennþá í 2. sæti í deild III.1, vona að mér takist að halda því bara. Hef ekki sérstakan áhuga á að fara upp í 2. deild fyrr en eftir næsta tímabil, svo 2. sæti er besti kosturinn. Verst að erfiðir leikir við 3. og 4. sæti eru framundan, og aðalmarkmaðurinn minn var að meiðast í 4 vikur og næstefnilegasti miðjumaðurinn í 2 vikur. :-/

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 20 árum
Vináttuleikir við erlend lið gefa sömu þjálfun og deildar- og bikarleikir meðan vináttuleikir við innlend lið gefa aðeins 10% af því sama Auðvitað hlaut að slæðast inn villa. Þetta er alger þvæla hjá mér. Vináttuleikir gefa allir jafnmikla þjálfun og aðrir leikir, óháð því hvort þeir eru háðir innan lands eða utan. Hins vegar gefur vináttuleikur við útlent lið 20% af experience sem deildarleikur gefur, en vináttuleikur við innlent lið aðeins 10%. Afsakið ónæðið. :-)

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 20 árum
Nú veit ég ekki. Í þínum sporum myndi ég senda póst á global@hattrick org (tékkaðu á adressunni fyrst samt, mig minnir að þetta sé sú rétta - þú sérð það á hattrick síðunni) og spyrja hvað málið sé. Eða fletta upp á þeim GM sem sér um ísland (gerir þetta líka á hattrick) og senda honum póst varðandi það sama.

Re: Hattrick - ókeypis manager leikur á netinu

í Manager leikir fyrir 20 árum
Það er um að gera að sækja fyrr en seinna um. Eins og Beer sagði er ef eitthvað er betra að koma inn á miðju tímabili. Þegar ég kom inn á sínum tíma erfði ég lið í botnsæti einhverrar þriðju deildar þegar aðeins tvær umferðir voru eftir, svo ég féll niður í fjórðu. Það var samt allt í lagi, því þá gafst mér tækifæri á að rústa þeirri deild og sanka að mér aðdáendum (fyrir nú utan ráðrúm til að þjálfa leikmennina mína betur fyrir slaginn í þriðju deild). Koma svo! :-)

Re: Football manager 2005 of léttur?

í Manager leikir fyrir 20 árum
Ah. Vissi það ekki. :-)

Re: Football manager 2005 of léttur?

í Manager leikir fyrir 20 árum
…nú er ég búinn að senda inn grein, en ekkert bólar á henni. Er eitthvað vesen?

Re: Leiðin úr gettóinu yfir á Anfield!

í Manager leikir fyrir 20 árum
Fín grein! Meira svona takk! :-)

Re: Football manager 2005 of léttur?

í Manager leikir fyrir 20 árum
Mig langar að stinga einu sem er eiginlega ótengt CM hér inn: Ef þið eruð ekki nú þegar spilendur í hattrick, fariði þá í snarhasti á www.hattrick.org og skráið ykkur í íslensku deildina þar. Það eru að hellast inn nýir spilarar og þetta lítur vel út upp á framtíðina (rúmlega hálf milljón spilara worldwide sem stendur, og growing fast). Ég get skrifað stutta kynningargrein um þennan ókeypis netleik ef menn vilja, en vil fá samþykki wbdaz fyrir því fyrst. Þetta á e.t.v. betur heima annars...

Re: Leikmenn í FM - allsherjarþráður

í Manager leikir fyrir 20 árum
Skalinn er frá -10 til 200. Eins og í fyrri leikjum er 0 random, 200 er best (Pele) og mínustölurnar eru random innan ákveðinna marka. Í fyrri leikjum var -1 á bilinu 100 til 180, með skekkju niður á við. Ef þú lést mann spila mikið, náði hann samt oft á endanum upp í 160-180. -2 var á bilinu 130-200 með skekkju upp á við, og með spilun fóru flestir í 170-190 a.m.k. Nú virðist -10 vera með kerfisbundna skekkjudreifingu nær 200, en lægri mínustölur neðar. -8 og -9 held ég örugglega að sé mjög...

Re: Smá um hvernig sé best að finna góða leikmenn

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Aha. Ég skil. Ég hef ekki séð (eða tekið eftir) flair breytast hjá mínum leikmönnum - þess vegna hélt ég að það væri fasti eins og determination. :-)

Re: Smá um hvernig sé best að finna góða leikmenn

í Manager leikir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Fín grein. Bara nokkur atriði. Flair er það hversu líklegur leikmaður sé til að gera eitthvað virkilega flott, nokkurs konar ‘skraut’. Þessi hæfileiki er constant eftir að leikmaður hefur náð fullorðinsaldri. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort hann komi til með að bæta sig, eða hvort hann getur tekið ‘skærin’. Leikmaður sem er með hátt flair, gæti tekið upp á því að reyna að skora með hjólhestaspyrnu eða að reyna óvænta, flókna og flotta sendingu inn fyrir vörn andstæðinganna. Þetta er...

Re: Atvinnu leyfi

í Manager leikir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hvað er annars lágmarskleikjafjöldinn núna? Er það 66%, 50% eða 75%? Þetta hefur gert manni dálítið erfitt fyrir að ná í unga efnilega S-Ameríkumenn þegar maður er að stýra stórum úrvalsdeildarliðum á Englandi. Leikmennirnir komast kannski ekki alveg strax í það form að geta verið first team regulars, en meðan þeir eru undir 17 ára, þurfa þeir að fá samninginn endurnýjaðan árlega og þá verða þeir að uppfylla kröfur um lágmarksleikjafjölda svo þeir fái endurnýjað atvinnuleyfi. Þetta hefur...

Re: Hægri kantmaður

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, þulur hefur lesið vitlaust og biðst velvirðingar. Ég ruglaði saman aldrinum á Toledo og Freddy Guarín. Toledo er 22 (eða 21) árs gamall, en Freddy Guarín er 17 ára. Afsakið tilvist mína, ég er ormur.

Re: Vantar góða leikmenn...!

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Carlos Tevez! Daniele Bonera! undrastrikerinn-hjá-Atalanta-sem-ég-get-aldrei-munað-hvað-heitir!

Re: Hægri kantmaður

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég skal hafa það í huga að setja næsta korn inn á leikmannakubbinn. Mér fannst þetta bara ekki nógu gott til að eiga erindi þangað. ;-) Ef moddarnir eru ósammála geta þeir vitaskuld fært þetta yfir ef þeir vilja - þeir ráða því jú.

Re: Chealsa-Chelsea

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Auðvitað er rétt að segja Chelsea og Simon Davies (ef þú ert að tala um hægri vængmanninn hjá Tottenham). Hvurslags er þetta. Ég á nú bágt með að trúa að greininni hafi verið hafnað sökum þess að þú hafir stafsett of rétt í henni.

Re: Taktíar?

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég nota eina taktík langmest (4-4-2 með smá fiffi), en gríp stundum í 4-1-4-1 ef ég á erfiða leiki. Svo breyti ég stundum til (ekki oft þó eða lengi í einu) og fer í 4-2-3-1. Hvaða taktíkur notar þú, Rain?

Re: Leikmenn!

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þú gætir prófað þessa íslensku leikmenn: Orri Freyr Óskarsson Hjálmar (held Þórarinsson) hjá Þrótti Þórarinn Brynjar Kristjánsson Jóhann Þórhallsson Spánverjinn Óliver sem er þolanlegur hægri vængmaður fyrir neðrideildarlið er fáanlegur á free transfer, Luiggy Ivan Silva er AM LC sem er þokkalegur, og líka á FT. Joe Gold er mjög góður ef þú færð hann (samt frekar ólíklegt) og Suleiman Mohammed er á FT, en fær sjaldan atvinnuleyfi á Englandi. Omonigho Temile er stundum ágætur, það eru meiri...

Re: Íslenskir leikmenn???

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þegar þú hefur ræst leikinn, ferðu í game options, edit preferences og setur database í large. Þetta verður að gerast ÁÐUR en þú byrjar nýjan leik.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok