Sælir netverjar. Ég er nýr hér, og dett í rauninni inn eingöngu til að koma á framfæri upplýsingum sem mér þykja heldur betur eiga erindi við netverja hvar sem er. Væntanlega hafa einhverjir hér heyrt um DRM (Digital Rights Management) sem má í stuttu máli segja að snúist um viðleitni útgefenda efnis á digital formi (tónlistar, myndefnis og þar fram eftir götunum) til að verja rétt sinn til verksins, einkum gegn ólöglegum fjölföldunum og niðurhali af netinu. Það þykir ekki öllum sjálfgefið...