Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anarcy
Anarcy Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
98 stig

Re: Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1257060 Sagði ekkert að það væri pottþétt, bara að rannsóknir bentu til þess. Sagði heldur ekkert um að fólk ætti að nota dóp.

Re: Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
reyndar hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós að fólk sem tekur vítamín að staðaldri lifir ekki eins lengur að meðaltali og þeir sem taka ekki vítamín… Hvernig svo sem stendur á því.

Re: Orð sem róa

í Rómantík fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Köld vatnsgusa beint framan í hana og ef það dugar ekki tala þá við mömmu hennar… Eða ekki :p

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Tja, reyndar hef ég nú bara heyrt menn á vegum bna- stjórnar halda því fram að pönnukökukenningin standist. Og svo, einhverjir fræðingar sem hafa ekki rannsakað málið neitt og apa bara upp eftir niðurstöðum bandarískra stjórnvalda. Þegar maður hefur séð fyrirlestra hjá verkfræðingum og sérfræðingum í niðurrifi húsa sér maður strax að pönnukökukenningin er þvílíkt rugl. Alveg ótrúlegt að maður skyldi í raun gleypa við þessu í byrjun. Líklega bara sjokkið sem maður fékk þegar þetta allt...

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Segjum sem svo að önnur byggingin hefði hrunið svona líka almennilega, þá hefði maður kannski hugsað málið og gert ráð fyrir að þetta væri eitthvað once in every 10000 years. En ekki báðir turnarnir og nr. 7 líka. Það er bara of mikið. En auðvitað má ekki dæma bandaríkjastjórn fyrirfram. En ef hún stóð á bakvið þetta þá er það ekkert að koma í ljós fyrr en eftir kannski 100 ár þegar allir sem tengjast þessu eru ábyggilega dauðir. Svona eins og með Kennedy morðið. Veit svo sem ekkert hversu...

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
haha… ég verð svo pirraður þegar ég fæ svona “heimskuleg” rök. ég fattaði svo engan veginn að þetta var kaldhæðni. En þetta var flott hjá þér. I salute you ;)

Re: Um Microsoft Windows Vista: Verðlag

í Windows fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ok, ég var að lesa á mbl.is eða visir.is að ódýrasta kerfið frá windows kostaði 20.000 spírur. 10,000 ef keypt með nýrri tölvu.

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Úff ætlaru að segja mér að þú hafir skrifað þetta í kaldhæðni? Djöfull hef ég þá verið tekinn ;)

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er nú samt þannig að eðlisfræðingar segja að byggingingar sem þessar geti ekki hrunið svona án aðstoðar sprengiefnis. Það að þær hrundu í frjálsu falli afsannar líka pönnukökukenninguna. Það er bara samkvæmt eðlisfræðingum staðreynd. En þú getur auðvitað litið fram hjá því og trúað niðurstöðum stjórnvalda.

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þessi svokallaði “fámenni” hópur er hópur af mjög vel menntuðum mönnum. Ef þú veist eitthvað um MIT þá veistu það að það eru engir vitleysingar sem starfa þar eða læra. Það er svolítið dýrt að byggja nýja turna til að prófa þetta nákvæmlega, en þeir sem hafa notast við tölvulíkön segja að þrátt fyrir margar prófanir hafi aldrei tekist að endurtaka það sama og gerðist í WTC. Þetta voru líka 3 byggingar sem hrundu svona líka þægilega niður (í frjálsu falli, sem er ekki mögulegt án...

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Segjum sem svo að smá stál hafi bráðnað, hvernig fór allt hitt að því að hrynja saman niður í eina holu í staðinn fyrir að bogna og hrynja yfir aðrar byggingar. WTC var byggt til að þola það að farþegaflugvél flygi á þá. Stál þarf meiri hita til að bráðna en myndaðist í turnunum og lengri tíma (mest af flugvélabensíninu brann við áreksturinn). Hvaðan kemur það að WTC voru illa byggðir. Þetta er kjaftæði og ég hlusta ekki á svona rök. Plús það að engin stálgrindar bygging á borð við WTC hefur...

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Endilega tjékkið á þessu, búin að vera skoða fullt af myndböndum og þetta er ansi gott. http://www.youtube.com/profile?user=911revisited

Re: Um 11. september 2001

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Reyndar hefur fjöldinn allur af vísindamönnum og verkfræðingum (m.a. verkfræðingur við M.I.T háskólann í Bna bent á það að WTC byggingarnar gætu ekki hafa hrunið eins og þær gerðu. Ef pönnukökukenningin hefði staðist hefði það tekið minnst 40 sek fyrir hvora byggingu að hrynja, en það tók hvorn turn fyrir sig aðeins um 8 sekúndur að hrynja (eðlisfræðilega ekki mögulegt nema búið sé að koma fyrir sprengjum) þessi hraði jafngilti fjrálsu falli. Þar fyrir utan voru stálvirki í miðjum turnunum...

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Bandaríkjamenn eru óneitanlega með tæknilegasta herinn. En Kína er ekki lítið land. Kína er með fjölmennann og vel agaðann her sem skiptir líka ansi miklu. En ég tel samt að Bandaríkjamenn gætu ekki sigrað Kína, allavega ekki miðað við gengi hans í flestum þeim stríðum sem hann hefur hafið. En ég er ekki að segja að Kína myndu sigra Bandaríkjamenn heldur, ég held að stríð á milli bandaríkjanna og kína myndi bara verða þrátefli.

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Tja, ef að stríð brýst út þá virðast allar þjóðir eiga alla þá fjármnuni sem þarf. Takk fyrir leiðréttinguna, smá mistök hjá mér ;) En þó landsframleiðsla á mann er minni en í Bna, eru það margir í Kína að landsframleiðslan þar er margfalt meiri. Að auki skulda Bna núna 6 eða 7 billjarða dollara (kann ekki einu sinni að skrifa svo mörg núll :p). Efast um að Kína sé að skulda einum né neinum. Staðreyndin er sú að Kína er í þvílíkum vexti að það er ekki skrítið þó að restin af heiminum hafi...

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Kínverjar eiga nógan pening. Vissir þú að á meða landsframleiðsla á mann í bna er 20.000$ er landsframleiðslan á mann í Kína 40.000$. Kína er alveg ótrúlega ríkt land. Og Kína er nú þegar með langfjölmennasta herlið í heiminum eins og þú veist. Þar fyrir utan þá er kína algerlega óþekkt stærð. Og engin sem veit neitt með vissu um útbúnað eða færni Kínverska hersins. En kínverski herinn er að öllum líkindum ansi vel agaður. Það er alveg vitað mál að t.d. Bna-mönnum stendur stuggur af Kína. Ef...

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Skiptir í raun engu þó að Bna menn eigi öflugri sprengjur. Kínverjar myndu aldrei láta landið sitt eftir. Og miðað við það hvernig Bandaríkjaher hefur gengið í flestum styrjöldum þá sigra þeir ekki kínverja. Gott dæmi er Japan, þvílíkt blóðbað og það þurfti að enda það með notkun kjarnorkusprengja. Bna-menn gætu ekki sigrað kína nema með aðstoð kjarnorkuvopna, og þú getur rétt ímyndað þér hvort svoleiðis árás yrði ekki svarað og kínverjar eiga eflaust alveg nógu öflugar og langdrægar...

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Bna myndu aldrei sigra Kína. Ef Bna færi í stríð við Kína myndu Kínverjar án efa nota kjarnorkusprengjur frekar en að tapa, og við vitum nokkurn veginn að það myndi enda með kjarnorkustyrjöld. Og það sigrar engin í kjarnorkustyrjöld.

Re: Staða Bandaríkjanna í heiminum

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Það er nú reyndar hægt að deila um það hvort að Bna séu með öflugasta herinn. Bandaríkjamenn eru til dæmis farnir að vera hræddir við kínverja, enda góð ástæða til. Kínverjar hafa fjölmennasta her í heimi og ráða yfir kjarnavopnum. Fyrir utan það að heimurinn veit ekki allt um hvaða tækni Kínverjar ráða yfir. Svo eru Rússarnir að byrja að taka við sér og hafa margir áhyggjur af þeirri þróun. Miðað við hvernig Bna-her hefur í raun staðið sig undanfarna áratugi í stríðum eru hann bara hreint...

Re: Segjum já við dauðarefsingum!

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þegar byrjað var að nota DNA rannsóknir kom í ljós að mikill fjöldi manna hafði verið tekinn af lífi fyrir glæpi sem þeir höfðu ekki framið. Núna sem betur fer er minna um það. En því miður er þetta ennþá að gerast, og þá vegna þess að fólk er ekki að fá sanngjarna málsmeðferð. Í flestum löndum fá glæpamenn (eða blórabögglar í sumum tilfellum) ekki viðeigandi eða bara hreint út sagt lélegan verjanda vegna þess að þeir hafa ekki efni á góðum verjanda. Sú er kannski ekki raunin á þessu landi,...

Re: Segjum já við dauðarefsingum!

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hvað helduru að menn sem hefðu framið glæp sem krefðist dauðarefsingar myndu gera til að koma í veg fyrir að upp um þá kæmist. Því miður þá er það staðreynd að eftir því sem refsingarnar verða meiri, þeim mun lengra ganga glæpamenn í því að láta ekki komast upp um sig. T.d. losa sig við vitni og þess háttar.

Re: Segjum já við dauðarefsingum!

í Deiglan fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Á meðan saklausir menn eru ennþá dæmdir í fangelsi er ekkert vit í að leyfa dauðarefsingar. Því miður þá er það að gerast miklu oftar en fólk heldur að fólk er dæmt til dauða fyrir glæpi sem það hefur ekki framið. T.d. í bandaríkjunum hafa mörg mál komið upp þar sem menn hafa verið teknir af lífi en svo komið í ljós eftir DNA rannsóknir að þeir voru saklausir.

Re: Finnst ykkur þið falleg?

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ekki nóg með að ég er hrikalega fallegur, heldur er ég líka ógeðslega frábær á öllum öðrum sviðum … nema fótbolta ….nema að syngja o.s.fr.

Re: Kapteinninn frá Köpenick

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég hef aldrei heyrt um þessa sögu, en sniðugur kall engu að síður ;)

Re: Tekinn af lífi innan mánuðar.

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Réttarhöld verða að vera sanngjörn til að tryggja að öll kurl komist til grafar. Réttarhöldin yfir Saddam Hussein voru ekki sanngjörn. Eflaust er hann sekur um flest ef ekki öll þau brot sem hann var kærður fyrir, en það er nauðsynlegt að tryggja að hann verði þá dæmdur á réttlátan hátt til að t.d. fyrirbyggja það að stuðningsmenn Saddams geti gert píslarvott úr honum. Það er hægt að rétta yfir hverjum sem er, en ef réttarhöldin eru ekki byggð á málefnanlegum grunni og farið eftir öllum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok