Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Anarcy
Anarcy Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
98 stig

Re: 10 ástæður fyrir að ég elska techno

í Danstónlist fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Aggressive “Eina sem þarf í að gera techno tónlist er mikil þolinmæði í að fikta á tækin nægilega mikið og svo til púsla saman helling af hljóðum svo úr því komi það sem sumir kalla lag en ég kalla ellupoppara hljóð.” Þetta skrifarðu og ert hissa á að sumir gefi í skyn að þú gætir hugsanlega verið heimskur…ég er ekki að fullyrða neitt um það allavega. En endilega búðu til techno lag sem fólk fílar og farðu svo að segja að það sé bara pís og keik að búa til gott lag…..kannski vert að benda...

Re: 10 ástæður fyrir að ég elska techno

í Danstónlist fyrir 21 árum, 2 mánuðum
znozzi, ég er viss um að “litlu techno stelpurnar” gætu buffað metalliðið. hehe :)

Re: Af hverju 50 Cent?

í Hip hop fyrir 21 árum, 2 mánuðum
KaaK, ertu að tala um að senda aðdáendur rapps eða bara alla svarta menn í útrýmingarbúðir…tja, hvort sem er sýnir það fram á það hvað þú ert sjálfur óþroskaður. Ps. Ég fíla ekki rapp sjálfur en ég níði ekki niður þá tónlist sem ég fíla ekki nema kannski þá þessa fjöldaframleiddu FM tónlist.

Re: Íslensk ungmenni vilja út !

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
katana, það er ekki nærri því hálf þjóðin á geðlyfjum, og ekki nálægt því hálf þjóðin alkar. Svo eru flestir sem fara á geðlyf vegna t.d. skammdegisþunglyndis aðeins tímabundið á lyfjum. Er ástandið annars eitthvað betra erlendis, skoðaðu fréttir frá Ástralíu þar sem alkóhólismi breiðist allt of hratt út. Og þar er sko sól og sandur.

Re: Stalín var kapítalismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mal3 Ef að kommúnisminn kom í heiminn alblóðugur, skoðaðu þá sögu Bna og V-evrópu, og hvernig allt þar hefur þróast. Það eru óteljandi mörg stríð sem hafa þróað kapítalismann, eða gert hann mögulegan

Re: Stalín var kapítalismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég veit ekkert hvað á að halda um þessa menn, en mér finnst meira vit í því að kalla Stalín kapítalista, heldur en að svo mikið sem bendla Bush við vinstri :)

Re: George W. Bush er sósíalisti

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það að telja að Bush sé vinstri maður er mesta heimska sem ég hef heyrt. Ég ætla að trúa því að þú hafir verið að djóka. “Lestu Stupid white men”. Þar kemur betur í ljós að Bush er hægri maður……og Gore líka ef út í það er farið.

Re: Fleiri ályktanir SUS-Part I

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Geirag Þú segir að lönd séu að sligast undan bálkni velferðakerfa. Hvað sem Svía, þar er allt í góðum gír og þeir eru með fyrirmyndar velferðakerfi. Þetta er bara spurning um vilja og kunnáttu. Ég fullyrði ekki að heilbrigðiskerfið verði að vera ríkisrekið, en ég hef áhyggjur af því að einkaaðilar hugsi meira um það að græða og spara við sjúklinganna. Ég held að það sé ekki hægt að álasa manni fyrir það. Þú hefur væntanlega einhverntíma þurft á sérfræðingsaðstoð að halda, það á að vera...

Re: Fleiri ályktanir SUS-Part I

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Geirag, þú segir að vinstri flokkar séu alltaf að gera mistök. Líttu til bna, þar sem báðir flokkarnir eru hægri stjórnir og kapítalisminn er allsráðandi. Þar er ekki gott að vera meðalmaður, og bilið milli ríkra og fátækra eykst endalaust, heilbrigðiskerfið er í molum, það er dýrt að fara í góðu skólana, flestir almennir skólar eru margir hverjir mjög illa farnir og námsefni þar er allt upp í 30 ára gamalt. Þegar maður skoðar mesta hægri land heims þar sem allt er í rúst og svo mestu...

Re: Hvernig á að láta sambandinu ljúka...

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Taran Ert þú ekki nýbyrjuð í sambandi við eitthvert hönk sem þér líður svo vel hjá…..allavega ertu búin að senda inn skýrslur um það :) Hvað ertu þá að pæla í svona hlutum?

Re: Fréttablaðið endurskrifar söguna?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nuff Þetta skrifaðir þú: “Sem Marxisti kunni hann ekkert með efnahag að fara og lífskjör versnuðu í Chile.” Ég veit eiginlega ekki hvernig á að skilja þetta, en þetta hljómar þannig að marxistar séu bara aumingjar, og er ekki að fá mann til að sannfærast um að þín skoðun eða heimslögregluveldisins US að sé sú rétta. Ég segi eins og Lyssia, hvernig er hægt að stjórna landi þegar maður er með öfgastjórn USA á móti sér. Svar þitt hljómaði í eyrum mínum (eða lásust fyrir augum mínum hehe..) eins...

Re: Ein gullöld eða fleiri?

í Gullöldin fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mér finnst hálfasnalegt að kalla tímabil þar sem tónlist var miklu einhæfari en núna “gullöld”. Í dag er hægt að velja um fullt af tegundum af tónlist, aldrei verið meira úrval meira að segja, og svo eru einhverjir rokkhundar að dissa tónlistina í dag (ekki allir samt). En maður skilur það að sumir eru bara ekki opnir fyrir nýjungum og maður verður víst að virða það.

Re: Hugleiðing um jafnréttislög

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
GunniS Ég er ekkert að dissa þig en ég gat mér þess til að þú værir greinarhöfundur þessarar greinar þegar ég sá nafnið á henni hehe… :)

Re: Samkeppnismál

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
WillySutton, Þetta er svar pólítíkusar, þú gætir farið í D-listann, og hjálpað þeim þar að snúa út úr spurningum hehe…

Re: FM Hnakkar

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
ég fíla ekki FM gæja, en hvernig getur stutthærður gæji verið hommalegri en síðhærður?<br><br>Kv. Kjanakallinn

Re: Siðferði stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
sigrunrisi hálfslappt hjá þér, hvernig réttlæta örfáar góðar gjörðir fullt af mistökum og rugli sem við skattborgarar vinnum hörðum höndum fyrir. Og fyrst þú nefnir góða hluti sem stjórnmálamenn gera, þá allt í einu dettur mér ekkert í hug, þannig að “refresh my memory”.

Re: Geimverur eru fornleifafræðingar

í Vísindi fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég verð bara að segja HÚRRA!! Snilldarpæling hjá þér. Og alls ekkert órökrétt þegar maður pælir í því :)

Re: Landspítalinn í fjársvelti

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Börnin mín góð, hvernig dettur ykkur í hug að ástandið sé svona slæmt, ég held ég hafi heyrt Davíð Oddsson segja hér um árið að allt væri í lagi….það er ekki nema stjórnendur sjúkrahúsanna séu að klúðra öllu ef eitthvað er í ólagi, Davíð og hans fólk gerir ekki mistök. Ég vildi fyrst ekki sjá þessa skattalækkun, en núna væri ég til í að sjá þá standa við þessi loforð og sjá hversu lengi þeir gætu haldið þjóðarbátnum á floti, þeir sögðu að það væri ekkert mál, núna skulu þeir sanna það, kæmi...

Re: Barnastarfsmenn og rasismi

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta er í raun auðvelt eins og það er flókið, foreldrar barnsins eru að hvetja barnið sitt til ólöglegra aðgerða (það er bannað að sýna fólki lítilsvirðingu vegna kynþáttar samkv. lögum) þannig að ef foreldrarnir reyna ekki að siða barnið sitt til og hvetja það til kynþáttahaturs er ekki ólíklegt að barnarverndaryfirvöld banki fljótlega uppá.

Re: Hjálp !!!!

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég þyki vera blindur, en þú slærð öll met, þú ferð á djammið með henni og hözzlar hana feitast. Ef hún er ekki hrifin af þér máttu flengja mig með blautri tusku á beran bossann minn hehe…ég hef ekki minnstu áhyggjur af því að það gerist, annars myndi ég ekki segja þetta.

Re: Siðferði stjórnmálamanna

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Gæti ekki verið meira sammála, greinin hefði frekar átt að heita ósiðferði stjórnmálamanna. btw. ég er fyrstur……aldrei fengið tækifæri til að segja þetta hehe :)

Re: Nauðgaðu mér góurinn.

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sniðug pæling… samt ekki sammála henni. En til hinna sem segið að Kurt sé ofmetinn þá verðið þið að pæla í því að það er persónulegt mat margra að hann sé snillingur. Ég fíla ekki bítlanna ætti ég þá að segja að þeir væru ofmetnir. Málið er að hver og einn hefur mismunandi tónlistarsmekk og ber að virða það, ekki alltaf að þykjast vera einhver áttræður tónlistargúrú sem veit allt og þykist geta sagt hvað sé rétt og hvað rangt.

Re: Vanmetnir vísindamenn

í Vísindi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fín grein…..las akkúrat grein um þennan mann í Lifandi Vísindum hér um árið.

Re: Kona í nauð.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Össur er náttúrulega óttalegur auli, en það kemur nú úr hörðustu átt þegar Davíð Oddsson gerir grín að honum. Davíð er bara lítill strákur með of mikil völd…sést á fýluköstunum sem hann fær þegar einhver svo mikið sem blæs á hann, þá kemur hrokinn og viðbjóðurinn strax í ljós.

Re: Berjumst fyrir lögleiðingu fíkniefna!

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ghostarinn og fl. Mér finnst að það eigi að lögleiða fíkniefni af þeirri ástæðu einni að bannið hefur ekki gert minnsta gagn (jafnvel bara skaða). En þetta veistu nú þegar sjálfur þar sem þú reykir sjálfur kannabis. Þá er einnig soldið merkilegt að heyra þig segja að það eigi að vera bannað…..og hvernig hjálpaði það þér ?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok