Husqvarna kom æðinu af stað. Þeir bera að miklu leyti ábyrgð á því að mótókross- og endúróíþróttin varð almenningseign og í kringum 1965 áttu þeir bransann með húð og hári. En á áttunda áratugnum völtuðu japönsku risarnir Honda, Suzuki, Yamaha og Kawasaki yfir sænsku (og síðar ítölsku) Husqvarna-verksmiðjurnar og hefur Husqvarna aldrei borið sitt barr eftir það. Fjárhagsörðugleikar, slæm framleiðsla og gjaldþrot hafa riðið yfir “Húskann” síðustu ár. En það eru teikn á lofti um að þetta sé að...