Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Friends Trivia 1 (42 álit)

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja, þá er komið að fyrstu Friends triviunni sem ég hafði lofað fyrir löngu. Hún er hálfgerður mælikvarði á hve erfiðar þær skuli vera í framtíðinni og hvort að fólk er eitthvað að fíla að fá svona greinar inn á þetta annars stórskemmtilega áhugamál. Ekki vera hrædd við að reyna og svarið bara eins miklu og þið vitið. Ekki skammast ykkar þó að þið vitið ekki allt. Ég sendi inn svörin innan skamms. Njótið vel!! 1. Hvað gerir Dr. Wilson og hvað hefur hann gert fyrir tvo karaktera í þáttunum?...

Daredevil (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Daredevil – The man without fear Það virðist lítið geta stoppað teiknimyndahetju-þemað í kvikmyndum þessa daganna. Spiderman gerði allt vitlaust og núna á næstunni munum við fá að sjá myndirnar The Hulk og Batman vs. Superman. Ein vinsælasta ofurhetjan í Bandaríkjunum var þó alltaf Daredevil. Þessi blinda ofurhetja frá Marvel varð aldrei mjög sýnileg í Evrópu en öll börn í Bandaríkjunum dreymdi um að verða eins og hann Matt Murdock er ungur munaðarleysingi sem verður fyrir því gríðarlega...

You´ll never wiez in this town again! (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Pauly Shore er ungur leikari sem flestir ættu nú að þekkja. Hann er stjarna myndanna Bio-dome, In the army now, Son in law og Jury duty. Í þeim leikur hann nú oftast alveg eins karaktera (sem er útaf fyrir sig ekkert svo slæmt) en það eru mjög vitgrannir menn sem redda öllu, alveg óvart í lokin. Ekkert hefur sést til hans í nokkurn tíma og eru eflaust margir sem velta því fyrir sér hvað hann hefur er að stússa. Hér er svarið! Pauly hefur verið að leika í mynd um sjálfan sig, skrifaða og...

The Majestic (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
The Majestic er nýjasta mynd Jim Carreys og lofar hún mjög góða fyrir sívaxandi ferils þessa alþekkta gúmmíandlits. Þar leikur hann Peter Appleton sem er uppi á árinu 1950. Á sjötta áratugnum voru allir þeir sem taldir voru kommúnistar eltir uppi og látnir sanna sakleysi sitt. Peter er einn af þeim sem hefur verið ranglega grunaður um að vera kommúnisti og líf hans í Hollywood er ekki sérdeilis auðvelt. Einn daginn lendir í bílslysi sem veldur því að hann missir minnið. Peter, sem veit...

Novocaine (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Novocaine heitir nýjasta mynd Steve Martins. En auk hans leika Helena Bonham Carter og Laura Dern stór hlutverk í myndinni. Myndin verður frumsýnd 16. nóv. í USA en hefur hún fengið rosalega misjafna dóma af þeim sem hafa þegar séð hana. Hún er annaðhvort talin vera snilld eða flopp. Söguþráðurinn á að vera rosa flókið plot og hafa sumir líkt myndinni við Memento. Við verðum bara að bíða og sjá. Söguþráðurinn er á þennan veg: Frank Sangster (Martin) er tannlæknir sem blómstrar í sínu starfi....

Human nature (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Human nature fjallar í stuttum dráttum um þrjár persónur: Létt klikkaðan vísindamann (leikinn af Tim Robbins), náttúruelskandi konu hans (Patricia Arquette) og villimanninn (Rhys Ifan, HA, HA SNILLD) sem þau finna, fæddan og alinn í villtri náttúrunni. Sem vísindamaður vill Nathan kenna honum siði hins vestræna heims á meðan Lila, konan hans, er tilbúin að gera allt til þess að halda í fortíð villingsins sem tákn algers frelsis. Upp úr þessu sprettur mjög óvenjulegur ástarþríhyrningur sem...

Zoolander (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Zoolander er nýjasta myndin með Ben Stiller í aðalhlutverki. Ekki nóg með það heldur leikstýrir hann myndinni og er eitthvað að fikta með handritið. En söguþráðurinn er sem sagt þessi: Zoolander er frekar klúless tískumódel sem er að nálgast endann á sínum ferli. Hann er yfirfullur af persónutöfrum en hjá honum er örlítil vöntun á heilasellum. Hann er tekinn fyrir af hættulegum glæpasamtökum sem heilaþvo hann til þess að drepa forseta Malasíu. Nú þarf Zoolander að hugsa fljótt. En vandamálið...

Rock Star (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nýjasta mynd Mark Wahlberg´s heitir Rock Star. Söguþráður: Chris Cole er bara ósköp venjulegur maður. Hann vinnur við að laga ljósritunarvélar og býr ennþá hjá foreldrum sínum. Hann er hugfanginn upp yfir haus af hljómsveitinni Steel Dragon sem bílskúrbandið hans, Blood Pollution, er stofnuð eftir. Svo einn daginn er hann beðinn um að taka við stöðu aðalsöngvara Stáldrekanna og er bombað upp á stjörnuhimininn, þar sem öll flóðljósin skína einungis á hann. Aðalkvenhlutverkið er leikið af...

The Time Machine (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Nú er loksins verið að endurgera þennan klassíker frá 1960. The Time Machine er byggð á skáldsögu H.G Wells og það eru, meðal annara, þeir Guy Pearce og Jeremy Irons sem gefa þessari mynd líf. Myndin fjallar í stuttu máli um mikinn vísindamann og hugsuð (Pearce) sem er sannfærður um að ferðalög um tímann séu möguleg. Hann verður enn fastari á hugmyndinni þegar persónulegur harmleikur fær hann til þess að vilja fara aftur í tímann og breyta hlutunum. Hann lætur reyna á kenninguna og byggir...

Á að setja Jason Biggs á bekkinn? (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Evil Woman er ný unglingamynd sem væntanleg er til landsins 27. september. Henni leikstýrir Dennis Dugan (Big Daddy, Happy Gilmore). Aðalhlutverkin eru leikin af þeim Jason Biggs, Steve Zahn (flottur í Out of sight), Jack Black (alltaf flottur) og Amanda Peet. Söguþráður: Þrír menn voru bestu vinir þangað til Darren (Biggs) kynnist Judith, sem er víst alger hrokagikkur og gleðispillir. Vinir Darrens gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að losa Darren við Judith. Í fyrstu reyna þeir...

One night at McCool´s (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
One night at McCool´s er mynd leikstýrð af Harald Zwart. Í henni leika m.a. Liv Tyler, Matt Dillon, John Goodman, Paul Reiser, Michael Douglas og ofurtöffarinn Andrew Dice Clay. Myndin er grínmynd og fjallar í stórum dráttum um Jewel Valentine (Tyler) sem er kona með nafn klámstjörnu, útlit klámstjörnu og áhuga klámstjörnu á að gera það með eins mörgum karlmönnum og hún getur. Í myndinni er sýnt þegar þrír karlmenn falla fyrir henni á sama tíma (Hljómar þetta kunnuglega). Dillon leikur...

The truth about Charlie (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nýjasta mynd Jonathan Demme (leikstjóra Silence of the lambs) heitir The truth about Charlie og er endurgerð af myndinni Charade með þeim Cary Grant og Audrey Hepburn. Með aðalhlutverk fara: Thandie Newton (gellan úr MI2), Tim Robbins og Mark Wahlberg. Söguþráður: Ung kona (Newton) í París er alveg við að skilja við manninn sinn þegar hún uppgötvar að hann er dauður og allir peningar þeirra hjóna horfnir. Hún hittir dularfullan mann (Wahlberg) sem segist eiga peningana og að hann vilji fá þá...

Snilldin við FF (19 álit)

í Final Fantasy fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég veit að þið vitið þetta öll og eruð örugglega búin að tala um þetta en… Snilldin við Final Fantasy leikina er, að í leikjunum eru svo margir leikir tvinnaðir í einn. Einn stór söguþráður þar sem leysa þarf ákveðin verkefni, minni söguþráður sem tengist þá oftast lífi aðalpersónanna, litlir greiðar sem þú þarf að gera fólki sem þú hittir á ferðalögum, plús litlu leikirni og hobbíin s.s. chocobo racing, card game og spilasalurinn í FFVII. Þeir eru vel gerðir á alla vegu, fyndnir,...

Eru Friends eins góðir og áður? (28 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég veit að það eru nokkuð margir á móti mér í þessum efnum og þess vegna ætla ég ekki að nota of stór orð en mér finnst persónulega að gæði Friends þátta seinustu 3 seríur hafa farið “dalandi”. Til að byrja með eru þættirnir orðnir miklu dramatískari en í byrjun og er sjaldgæft að þættirnir innihaldi ekki dramatískar “ég elska þig” samræður eða rifrildi. Leikurinn hefur líka breyst. Karakterarnir voru áður fullir af orku og sjálfstæði en nú er sett út á að vera “goofy”. Hinn frábæri Chandler...

Ocean´s Eleven (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Næsta mynd Steven´s Soderbergh verður endurgerð á myndinni Ocean´s Eleven. Í henni léku meðal annars Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. Í nýju myndinni verður þvílíkur sægur af flottum leikurum að maður fær vatn í munninn. Meðal leikara verða m.a.: George Clooney, Brad Pitt, Julia Roberts, Don Cheadle, Matt Damon, Andy Garcia og Bill Murray. Myndin fjallar í stórum dráttum um 11 glæpamenn sem standa saman í að ræna stærstu Kasínóin í Las Vegas. Ég veit ekki með ykkur en þetta er...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok