Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Mel Brooks

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sá í Letterman í gær að The Producers er að gera allt vitlaust úti og er eftirsóttasta sýningin núna. Ég hef persónulega séð allar myndir hans nema fyrstu tvær. History of the world: Part 1 er í sérstöku uppáhaldi. Einnig Silent movie og Blazing saddles. Hann framleiddi og lék líka í To be or not to be sem mér fannst mjög góð. Endalaust fyndið hvernig henn getur gert grín af öðrum og svo líka sjálfum sér, s.b. gyðingatrúnni.

Re: MTV Movie Awards

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þatta sýnir bara hvernig þessi FM-þjóð hugsar. Dæmi: 1. Aaliyah??? Hvernig er hægt að segja að hún hafi leikið vel. Hún var ömurleg. Vona bara að hún standi sig í Matrix. 2. X-men! Besta mynd er einhver sem var mjög vel gerð frá öllum sviðum og það var þessi mynd ekki. Slappur söguþráður og leikur ekkert spes (Það er tekið til greina að þetta er ævintýramynd og gerð eftir tölvuleik). 3. Tom Cruise! Var ekkert sérstakur í myndinni. Auðveld rulla að leika. 4. Anna Faris? 5. Piber Perabo? 6....

Re: The truth about The Movie

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mark getur nú verið helvíti scary s.b. Fear. Thandie fannst mér líka ágæt í MI2..

Re: One night at McCool´s

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ekki gleyma There is something about Mary.

Re: Meitriks parodíur/eftirhermur

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þar sem þeir voru nú fyrstir með þetta held ég að þeir séu komnir lengra með þetta. Ég treysti þeim alveg til þess að koma okkur aftur á óvart.

Re: Robert De Niro

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hann, Pacino og Hopkins eru þeir bestu í dag.

Re: Hvernig var svo á Enemy at the Gates?

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sammála með Stalíngrad. Tónlistin var dálítið Hollywood-leg enda James Horner original. Og auðvitað enda allir saman á endanum. En myndin var mjög góð og engin tilfinningavæla eins og ég heyrði suma í bíóinu kvarta yfir. Sérstaklega skemmtilegt að sjá tvo snipera keppa á milli sín í stríði.

Re: Þín versta martröð!!!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Maðurinn er ekki mjög góður leikari að mínu mati. Hefur leikið í sárafáum góðum myndum og bara leikið vel í einni, sem var Copland. Og ástæðan fyrir því var að hann þurfti lítið sem ekkert að tala.

Eru Friends eins góðir og áður?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mamma Judyar dó en vaknaði aftur upp frá dauðum í nokkrar sekúndur og hræddi Monicu rosalega. Seinna, í jarðarförinni, varð Ross yfir sig glaður þegar hann tók inn of mikið af verkjatöflum eða einhverju.

Re: A.I. og markaðssetning hennar

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Góð markaðsetning skiptir rosalegu máli. Það eru margar snilldar myndir sem enginn veit og hefðu máské fengið verðskuldaða viðurkenningu ef auglýsingarnar hefðu virkað. Munið t.d. eftir Matrix? Auglýsingarnar voru pinku brot með geggjaðri tónlist. Rosalegir teaserar! Ég er búinn að sjá eina auglýsingu úr þessari mynd og hún var mjög vel gerð, gaf ekkert upp. Ég bíð spenntur eftir myndinni,enda treysti ég Steven alveg fullkomlega fyrir henni.

Re: Erfið skólaár vinanna

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Vel undirbúin og góð grein!!

Re: Tom Sizemore

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ítalskan mafíósa sem hafði lamið einhvern gaur í klessu. Will kom svo til hans með spólu sem sýndi að hann hafði brotið skilorð eða einhvern fjandann.

Re: Joey-joey-joey elskan okkar allra:)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
I'll have to go with Chandler on this one. I once went out with this woman..and she had the biggest Adam's apple..

Re: Tom Sizemore

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ekki gleyma Enemy of the state. Lét Will Smith kúka í buxur af hræðslu. Var góður í Red planet og er nú að koma í Pearl Harbor. HLakka til að sjá hann.

Re: til Simpsons and Futurama fans

í Teiknimyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hæl Hitler. Einn stóran teiknimyndalink!!!! Er Duckman alveg dauður?

Re: hinir karakterarnir

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hvað er málið. Þið gleymið Frank. Besta aukahlutverkinu í þáttunum. Alger snilld þegar hann er 18 og er að brenna plast hjá Phoebe. Svo er auðvitað konan hans og mamma Phoebe, hún Pheobe.

Re: Joey-joey-joey elskan okkar allra:)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Snilli. Ekki bara hverng hann segir brandarana heldur einnig svipbrigðin. T.d How ´U doing-svipurinn Ég var líka að horfa á einn af þessum gömlu þáttum í dag (17. apríl). Þar sem hann vaknar með brjóst úr sandi á bringunni. Svipbrigðin sprengja mann úr hlátri.

Re: Friends árið 1994.

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Wachunga bú bú. Blahh!

Re: Uppáhalds brandari........

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Minn er þegar Chandler er dáleiddur af reykingarspólunni og kemur af baðinu með bleikt handklæði vafið utan um sig og eitt eldrautt um hárið.

Re: Snilldin við Friends

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sammála. Þessi atriði eru langbest. Eins og atriðið þegar Joey er að hugsa um að flytja út og Chandler sagði eitthvað í áttina við: “Oh, please. I saw how you were looking at his tiles” og svo þegar hann var fluttur út: “ So which eggs do you like better, his or mine?” “What does that matter, your eggs aren´t here anymore. You took your eggs and you left.”

Re: vissir þú....

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Cactuz! Ekki láta þessa hálfvita sem eru að draga þig niður hafa áhrif á þig. Þetta voru góðar upplýsingar. Keep it up.

Re: Hvað þýða nöfnin?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sammál Coolcat. Rachel er hreinleikinn uppmálaður. Monica er ráðgjafinn og forystusauðurinn og Chandler á að vera svo ómerkileg lífvera að hann gæti alveg eins verið kertasali. P.s. ef að einhver af ykkur er kertasali, ekki taka mig alvarlega.

Re: The Mexican

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þó að söguþráðurinn sé ekkert sérstakur er það eitthvað sem glimrandi leikur og sparkling samræður geta vel bætt upp fyrir. Ég fer á þessa!

Re: Jurassic Park III

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Lost world sökkaði rosalega en komst samt á listann yfir tíu söluhæstu myndir frá byrjun. Skandall! En nóg um það. Ég held að þessi mynd verði ekkert mikið skárri en LW enda dó risaeðluæðið með ruslmyndinni um Godzillu.

Re: What Lies Beneath !!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hún var mjög góð og ekki bara leikur og söguþráður heldur allt annað líka. Þeim tókst með stökustu snilld að finna hús sem var milla-legt og fallegt á daginn en skuggalegt og creepy frá vissum sjónarhornum á næturna. Í henni er að finna alveg framúrskarandi myndatöku og fer Zemeckis einu sinni með myndavélina ofan í gólfið og sýnir einn leikaranna, liggjandi á gólfinu, frá því sjónarhorni. Hann tók líka mikið af atriðum í einni töku og minnist ég þess þegar Pfeiffer fer úr baðherberginu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok