Ætla að gera smá grein hérna, um ýmsar minningar frá því úr skóla. Flestar sem tengjast fyrrum ofbeldishneigð minni á einn eða annan hátt. Tjah, maður hefur nú ekkert alltaf verið góða stúlkan, sem situr saklaus út í horni á meðan aðrir þræta, sem stillir til friðar, og svarar með rökstuðningi. Neihei! Held nú ekki. Á minni skólagöngu svona frá 3. – 8. bekk, lét ég hnefana tala. Þeir voru ófáir slagirnir sem ég lenti í, og stofnaði til. Ég var með ljótan munnsöfnuð, og var með kjaft við þá...