Var að pæla í að losa mig við nöðruna, frekar þreittur á kraftleysinu, var að pæla í að fá mér 250f krossara eða endouro hjól, ég er á 16 ári og langar í eitthvað til að leika mér á næsta sumar, var að pæla í að kaupa eitthvað í vetur. Ef ég kaupi mér endouro hjól, get ég notað það í keppnum eða á brautum og alles? Er að pæla upp á það að geta notað það á götum þegar ég er kominn með prófið og taka bara þangað til númeraplötuna og það drasl af. Síðan er það spurning um hvernig þetta gengur...