Leikarinn Viggo Mortensen, sem hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í Hringadróttinssögu, var staddur á landinu í liðinni viku. Líkt og Aragorn er kappinn mikill knapi og fór Viggo ásamt syni sínum, Henry Mortensen, tvisvar sinnum á hestbak hjá Hestaleigunni í Laxnesi. Þeir héldu í tvo tveggja klukkustunda útreiðartúra um nágrenni Laxness, að sögn Hauks Þórarinssonar hjá hestaleigunni, sem fór með feðgunum í seinni túrinn. Vaskaði upp sjálfur “Hann er vanur knapi og hafði gaman af. Þeir lentu í...