Ég verð nú að nota þetta tækifæri til þess að svara hálfnafna mínum (Anon). Hann spurði mig hvort mér findist líkurnar á því að þessi leikur yrði betri og þróaðist áfram ef að fólk hættir að kaupa hann. Í fyrsta lagi þá á það ekki að skipta kaupandann neinu máli hvort að tiltekinn leikur nái að þróast áfram þegar hann kaupir sér hann. Hvern leik sem maður kaupir, á að dæma af EIGIN gæðum, ekki fyrri leikjum af sömu gerð eða hugsanlega, mögulega, vonandi rosagóðum leik eftir nokkur ár....