Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

AlAnon
AlAnon Notandi frá fornöld 134 stig

Nýjan sæstreng ? (0 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Hvað með að eyða nokkrum aurum í nýjan sæstreng til að tryggja grunntengingar milli Íslands og annarra landa. Er það eitthvað vitlausara en að eyða aurunum í virkjanir fyrir álver? Ég reikna með því að símafyrirtæking og netþjónustur sjái svosem engan tilgang í því þar sem nú þegar er hægt að græða helling á núverandi tengingu. Þó svo að hún nái engan veginn að uppfylla þarfir notenda - og er langt frá því að vera nógu traust. Annars væri nú vert að athuga - svona fyrst farið er að tala um...

Mime - Tíme til að brosa aðeins =) (0 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 17 árum, 1 mánuði
http://youtube.com/watch?v=osnUB9bUm-E&feature=related

Enn og aftur komin up Lagg vandamál í WoW (55 álit)

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Jæja - Búið að loka öllum íslenskum torrent síðum og svo virðist sem við netspilarar séum þeir sem þurfum að líða fyrir það. Það er alveg ljóst að utanlandsgáttin er ekki að höndla það álag sem nú hefur myndast á álagstímum hér á landi. Ég hef undanfarna daga verið í sambandi við mitt netfyrirtæki til þess að reyna að leysa vandann en svo virðist sem þeir séu búnir að gefa málið frá sér og ætla að láta sína notendur sem eru að spila WOW borga fyrir ónothæfa tengingu. Síðasti þjónustufulltrúi...

Stuðningur við Istorrent - Ekkert höfundarréttarvarið efni í jólagjöf (0 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Undanfarna daga hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig við netverjar getum stutt við bakið á Istorrent í þeirri baráttu sem nú er í gangi. Ég veit að þeir hafa að baki mikinn stuðning netverja. Ekki vegna þess að menn séu að velta fyrir sér svo mikið um hvað er löglegt og ólöglegt, heldur fremur um almenna framgöngu fyrirtækja og einstaklinga sem eiga allt undir hlustun og horfun á því efni sem um ræðir. Ég veit að margar hugmyndir hafa verið í gangi um beinan stuðning við Svavar. M.a...

Fréttir hverfa út af síðum Smáís? (81 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég tók eftir því að nokkrar fréttir af vefsíðu Smáís eru skyndileg horfnar þaðan út. Mér láðist sjálfum að afrita þær enda bjóst ég ekki við því að Smáís færi að fjarlægja þær í staðinn fyrir að standa fyrir máli sínu með rökum. Gaman væri ef einhver hefur rekist á þessar fréttir og gæti linkað þeim hér. Þetta á sérstaklega við um frétt varðandi Radiohead þar sem höfð voru í frammi stór orð um Netverja. Vonandi að þessar greinar finnist hjá netverjum svo allir sjá allan sannleikan. Kveðja

Síminn stendur sig vel (32 álit)

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er einn af þeim sem læt í mér heyra ef ég er ekki sáttur við þá þjónustu sem ég er að borga fyrir. Hins vegar reyni ég líka að láta í mér heyra þegar ég er ánægður með það sem gert er og þess vegna ætla ég að minnast á það hér hversu ánægður ég hef verið með þjónustu Símans í tengslum við lagvandræði sem upp hafa komið hér á landi við spilun á WOW. Ég var áður hjá Vodafone en ákvað eftir langt ströggl og nákvæmlega enga þjónustu að segja upp öllum mínum viðskiptum við þá (sími, GSM og...

Er að skipta um Netþjónustu (17 álit)

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Var hjá Vodafone - Mjög laggy tenging eins og er og maður getur ekki beðið endalaust eftir að þeir komu þessu í lag. Spurning hvar bestu tenginguna fyrir WoW er að finna… Síminn ? Hive? Eða eitthvað annað ? Endilega leyfið mér að heyra frá ykkur hvort sem ykkar þjónustuaðili er að standa sig vel eða illa. Takk =)

Lag vandamál (6 álit)

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Ég er búinn að vera í vandræðum með tengingu við WOW milli klukkan 18:00-22:00 síðastliðnar tvær vikur. Svo virðist vera sem tenging sé mjög óstöðug og miklar sveiflur í latency. Ég er hjá Vodafone þessa stundina og vildi gjarnan fá að heyra frá öðrum notendum hvort þeir eru að lenda í einhverjum vandræðum. Ef svo er þá þurfum við að fá bót okkar mála sem fyrst eða þá að skipta um þjónustuaðila sem getur boðið betri tentgingu. Ath - Þetta tengist ekki vandræðunum sem urðu í kvöld. Þau voru...

Klöppum enn og aftur fyrir Símanum (16 álit)

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Laggið er komið aftur hjá Símanum - World of Warcraft er núna óspilanlegur fyrir fjöldan allan af áskrifendum Símans og eins og vanalega er þjónustlund þar á bæ nákvæmlega enginn. Ég einfaldlega hvet alla þá sem hafa nú fengið nóg af þessari þjónusu þeirra að skipta sem allra fyrst. Síðast þegar samskonar lag vandamál kom upp hjá Símanum tók það þá 2 mánuði að gera eitthvað í því. Núna er það staðfest að bæði Hive og OgVodafone eru ekki að lenda í þessum vandræðum (hef það staðfest frá...

Staðfesting frá OgVodapone (3 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum
OgVodapone hefur staðfest að þeir kannast ekki við neitt vandamál hjá sér varðandi tengingu við World of Warcraft servera. Ég sendi fyrirspurn fyrir helgi. Tel það skyldu mína að láta alla vita að af þvi að þeir geta spilað WoW án vandræða hér á landi hjá öðru þjónsutfyrirtæki en Símanum.

Þörf á skýrum svörum frá Símanum núna strax (59 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum
Nú er kominn mánudagur og hræðileg helgi fyrir viðskiptavini símans sem ætluðu að njóta þess að spila World of Warcraft er lokið. Fyrir þá sem ekki vita þá er WoW nú gjörsamlega óspilandi fyrir viðskiptavini Símans. Ástæðurnar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi mjög hátt latency á annatíma og lagspikes en hins vegar er um að ræða að tenging við server rofnar algjörlega á 2ja til 10 mínútna fresti. Þetta gerir leikinn að sjálfsögðu gjörsamlega óspilandi - eins og hann hefur reyndar verið síðustu 6...

Meiriháttar Lag og Ping vandamál (17 álit)

í Blizzard leikir fyrir 19 árum
Sælir allir Wow og Hugarar Ég hef átt í stórkostlegum vandræðum með WoW síðustu 5 vikur eða svo. Leikurinn er nánast óspilandi á há annatíma þar sem ping fer up í 600-1500 ms og maður laggar úr reglulega í allt að 30 sek. Ég hef ítrekað sent kvartanir til símanns og BLizzard and báðum viriðist vera nokk sama um þetta. Ástæðan fyrir þessu vandamáli er þó alveg augljós. Package loss sem verður á öllum Telia net routerum. Eftirfarandi myndir úskýra meira en mörg orð hvað um er að vera. Kl....

SWG ekki fyrir Íslendinga! (8 álit)

í MMORPG fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég held að það sé nokkuð ljóst að þessi leikur gengur ekki fyrir Íslenska spilara, þrátt fyrir að vera mjög góður. Ástæðan er hið ótrúlega milkla niðurhal og ekki síður upphal - Ég sat í 5 tíma í gær og spilaði og komst að því að ég hafði ekki einungis eitt mínu 100 mb erlenda niðurhali - Ég var búinn að hala um 500 MB á þessum tíma. Samtals fóru um 750 mb af erlendu niðurhali hjá mér á einum degi. Og ég sem ætlaði að spara niðurhalið þennan mánuðinn :( Það er synd að þurfa að lifa við þá...

Beta server - Aðstoð óskast (4 álit)

í MMORPG fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þessa dagana eru nokkrir félagar að vinna í því að setja upp mmorpg server hér heima. Reikna má með að serverinn verði uppi öðru hverju næstu daga og líklegt að hann verði hafður uppi yfir helgina til að prufa hann. Okkur vantar því nokkra áhugasama spilara til að aðstoða okkur við að prufa serverinn. Þeir sem hafa áhuga á að prufa geta sent mér póst og ég gef ykkur frekari upplýsingar um serverinn og hvernig er hægt að spila hann. Látið endilega heyra í ykkur.

Litið til baka - Hvaða leikir báru af (27 álit)

í Tölvuleikir fyrir 21 árum
Jæja - þá er enn eitt árið að líða og margir búnir að eyða ófáum klukkutímunum fyrir framan tölvuskjáinn. Að sjálfsögðu var tímanum ekki alltaf jafnvel varið og margir leikir ársins voru ekki krónu virði. En sem betur fer komu líka út margir mjög góðir leikir sem standa uppúr ruslinu. Hvað fannst ykkur? - Hvaða leikir voru bestir í þessum flokkum? Hér kemur mín skoðun. Íþróttaleikur - NBA 2004 Flugleikur - Spilaði ekki marga en Flightsim 2004 Bílaleikur - Need for speed - Underground (Ber...

MU online - BETA - Þessi leikur er alger snilld (57 álit)

í MMORPG fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jæja gott fólk - leit minni er lokið. Ég hef fundið það sem ég var að leita að. Og þvílík og önnur eins snilld. Ég hef spilað fjölmarga mmorpg leiki í gegnum tíðina en fann aldrei neinn sem ég var sáttur við - það var alltaf eitthvað sem féll mér ekki í geð: Léleg grafík, böggaður leikur, allt of mikið lagg, engar uppfærslur, of fá vopn til að spila fyrir osfr. En núna hef ég fundið draumaleikinn minn (að minnsta kosti í bili). Leikurinn heitir MU online og má finna á www.muonline.com Þetta...

Lengi getur vont versnað!!! (39 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er mín niðurstaða eftir að hafa spilað nýja demóið af CM03-04. Ég byggi þá skoðun mína á því að nánast allt það sem gerði cm4 leikinn óspilanlegan er enn til staðar, en bara svo MIKLU verra. Ég byrjaði á því að taka við ManU. Allt í lagi… ég byrjaði… leikurinn gekk bara ágætlega hratt… Ég spilaði frekar einfalda upphitunarleiki en komst fljótt að því að RVN þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum - Hann skoraði 5 mörk í einum leiknum - 4 í öðurm og tvær þrennur í fyrstu fjórum leikjunum...

Hraðar og hraðar !!! (28 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Eftir að hafa spilað cm4 í nokkra daga á lúshraða fór ég að leita mér að upplýsingum um hvernig hægt væri að auka hraðann á leiknum. Ég komst fljótlega að því að ég var ekki sá eini sem þjáðist af óstjórnandi óþolinmæði, heldur virtist leikurinn almennt vera frekar hægur. Mikið magn af ráðleggingum var að finna hér og þar, fyrir hinar ýmsu gerðir af tölvum og Windows útgáfum. Sjálfur fór ég að fikta mig áfram og náði fljótlega ágætis árangri, þó ekki geti ég sagt að leikurinn sé kominn á...

Cm 4 - Nei takk ! (133 álit)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Guð minn góður. Það er það eina sem ég get sagt eftir að hafa gert heiðarlega tilraun til að spila cm4 í 2 sólarhringa. Ég endurtek - Guð minn góður….. Aldrei nokkurtíman hef ég fyrirfundið aðra eins hrúgu af böggum og villum. Aldrei…. Og þó hef ég spilað fjölmarga leiki og tekið þátt í mjög mörgum beta testum. Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja - þið hafið nú sjálfsagt rekist á nokkuð hundruð villur sjálf, þrátt fyrir að hafa uppfært í 4.03 því það eru svo sannarlega af nógu at taka....

Söluaðilar tölvuleikja (13 álit)

í Tölvuleikir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Síðustu vikur hef ég verið að reyna að komast að því, hvenær hinir ýmsu leikir koma til landsins, t.d. NWN og GP4 svo einhverjir séu nefndir. Hinsvegar hefur verið mjög erfitt að nálgast þessar upplýsingar á netinu og því er það mín tillaga að HUGI reyni að fá fréttir frá söluaðilum, hvenær tiltekinn leikur kemur til landsins og jafnvel bjóði upp á leið til þess að panta hann fyrirfram þannig að maður sé öruggur um að nálgast hann sama dag og hann kemur út, það hjálpar líka söluaðilanum til...

Hvaða leik ætti ég að spila ? (49 álit)

í MMORPG fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Undanfarna mánuði hef ég verið að spila og borga fyrir leik sem heitir Legend of Mir (LOM) og er hann að mínu mati einn af betri rpg leikjum sem ég hef spilað. Hægt er að sækja hann á netið (um 230mb) og maður getur spilað frítt upp að lvl 7. Sjálfur er ég með lvl 30 warrior, sæmilega vel búinn af vopnum og öðrum hlutum, en stór galli við þennan leik er einmitt mikill skortur á klæður (armors), vopnum, hálsfestum og hringum. Það fór alveg með það núna þegar tilkynnt var að stórt update sem...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok