Eins hreyfils Cessna flugvél hlekktist á við lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun, rak vængenda í flugbrautina og endaði utan flugbrautar á brautarenda. Flugmaðurinn, sem var kona, var ein um borð og sakaði hana ekki. Eftir því sem Flugmálastjórn kemst næst urðu litlar skemmdir á flugvélinni. Flugvellinum á Flúðum var lokað eftir óhappið og verður ekki opnaður aftur fyrr en kl. 16:00, þegar RNF hefur lokið vettvangsrannsókn og flugvélin hefur verið fjarlægð. Rannsóknarnefnd flugslysa...